Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35847
Ávinningur af uppbyggingu ferðaþjónustu er að mörgu leyti háður stjórnunarháttum, stefnu og starfsskilyrðum sem stjórnvöld leggja fyrir og starfa eftir. Áherslan á sjálfbærni sem leiðarljós í stefnumótun í ferðaþjónustu meðal hins opinbera er sögð mikilvæg áskorun í umræðu samtímans. Þá sérstaklega þar sem ferðaþjónustan er þverfagleg grein sem snertir að einhverju leyti á öllum öðrum atvinnugreinum og eru hagsmunaaðilar hennar því fjölbreyttir. Í þessari rannsókn verður einblínt á nýútgefna framtíðarsýn og leiðarljós íslenskra Stjórnarráðsins í ferðaþjónustu á Íslandi. Íslensk ferðaþjónusta á að vera leiðandi í sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir árið 2030 og er það undirstaða þeirrar framtíðarsýnar. Hugsað var um hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins sem ákveðið úrræði til að nota í þeirri vinnu. Notast var við blandaðar rannsóknaraðferðir þar sem tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga sem starfa innan ferðaþjónustunnar ásamt því að könnun var lögð fyrir þátttakendur í verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. Helstu niðurstöður voru þess efnis að markmið Stjórnarráðsins væri hvetjandi fyrir hagsmunaaðila innan ferðaþjónustu en þótti þó fremur djarft og tímarammi þess heldur knappur. Auk þess er nauðsynlegt að innleiða frekari þekkingu á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins innan atvinnugreinarinnar svo hægt sé að nýta sér þau fræði til fulls til að stuðla að árangri til sjálfbærrar ferðaþjónustu á Íslandi.
The benefits of tourism development are in many ways dependent on the management practices, policies and working conditions that the government sets and operates. The emphasis on sustainability as a guiding principle in tourism policy among the public sector has been said to be a major challenge in contemporary discourse. Especially since tourism is an interdisciplinary industry that touches in some degree all other industries and it‘s stakeholders are diverse. This study will focus on the newly published vision and guiding light of the Icelandic government surrounding tourism in Iceland. Icelandic tourism should be the leader in sustainable tourism by the year 2030. The ideology of the circular economy was thought of as a resource to consider in that work. To attain this goal, a qualitative research via interviews with five individuals working within the tourism industry was conducted as well as a quantitative reasearch was laid out for participants in the Responsible Tourism project. The main findings were that the Governing Council's goal is encouraging for tourism stakeholders, but it was considered rather bold and the timeframe somewhat short. In addition, it is necessary to introduce further knowledge of the ideology of the cycle economy within the industry in order to be able to fully utilize that theory towards success within sustainable tourism in Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokalokaloka_ABO_SÞ.pdf | 548,55 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_STH_ABO.pdf | 347,66 kB | Lokaður | Yfirlýsing |