Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35851
Hafnir á Suðurnesjum er þéttbýliskjarni á suðvesturhorni Íslands. Lítil uppbygging hefur átt sér stað í Höfnum, íbúðarhús var síðast byggt þar árið 2012. Grunnþjónusta á borð við skóla,
verslanir og afþreyingu er ekki til staðar og þurfa íbúar að sækja alla sína þjónustu í Keflavík,Ytri-Njarðvík eða Innri-Njarðvík.
Markmið verkefnis er að setja fram grunn að deiliskipulagi í Höfnum á Suðurnesjum. Markmiðið er að leysa skipulagið í anda sjálfbærrar þróunar. Áherslur verkefnis eru þríþættar þ.e. náttúrufarslegar-, manngerðar- og hagrænar forsendur. Þessir þættir eru mikilvægir og nauðsynlegt er að skoða þá og samþætta svo að úr verði gott skipulag. Skipulag svæðisins kallar á samþættingu ólíkra þátta og eru Heimsmarkið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun höfð
að leiðarljósi við verkefnið.
Forsendur fyrir skipulagi voru niðurstöður greininga á Höfnum á Suðurnesjum, sem var mikilvægur þáttur í undirbúningsvinnu fyrir skipulagstillöguna. Tillaga að deiliskipulagi var lögð fram með áherslu á þéttingu byggðar og aukna þjónustu í samræmi við náttúru og umhverfi.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MS Ritg Margrét Lilja Margeirsdóttir.pdf | 25.29 MB | Open | Complete Text | View/Open |