is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35859

Titill: 
  • Tengsl árstíðabundinna sveiflna í líðan við þekkta næmisþætti þunglyndis: Spá vanabundnir eiginleikar þunglyndisþanka fyrir um sveiflur í líðan?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árstíðabundið þunglyndi einkennist af sveiflum í líðan sem koma endurtekið fram á sama tíma árs. Skammdegisþunglyndi er algengast en þá verður djúpt þunglyndi yfir vetrartíma. Orsakir eru ekki að fullu þekktar en hugmyndir um ákveðna næmisþætti hafa komið fram. Þunglyndisþankar er sjálfmiðaður hugsunarháttur þar sem endurteknar hugsanir um eigin líðan og vanda eiga sér stað. Rannsóknir hafa sýnt að niðurbrjótandi hugsanir og þunglyndisþankar geti spáð fyrir um sveiflur í líðan eftir árstíðum. Tillaga hefur verið sett fram um að líta megi á þunglyndisþanka sem hugrænan vana. Þá verða hugsanir sem eiga sér oft stað og koma fram vegna ákveðinna tilfinninga að sjálfvirku ferli í ákveðnu samhengi. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl árstíðabundinna sveiflna í líðan við vanabundna eiginleika þunglyndisþanka. Vanabundnir eiginleikar neikvæðra hugsana hafa sýnt sterk tengsl við mælingar á þunglyndisþönkum. Þátttakendur sem voru 77 talsins tóku þátt í fjögur skipti yfir níu mánaða tímabil. Þeir svöruðu spurningalistum og tóku þátt í snjallsíma- og vefkönnun þar sem líðan þeirra var metin í hvert skipti. Búist var við að sveiflur í líðan kæmu fram eftir árstíðum og kannað var hvort þunglyndisþankar og vanabundin neikvæð hugsun gætu veitt forspá um þróun depurðareinkenna. Aukin depurð fylgdi skammdeginu en þunglyndisþankar virtust ekki spá fyrir um breytingar í depurð. Engu að síður spáðu vanabundnir eiginleikar neikvæðra hugsana fyrir um slíkar sveiflur. Þetta bendir til þess að ríkari tilhneiging til vanabundinnar hegðunar geri einstaklinga mögulega móttækilegri fyrir árstíðabundnum sveiflum. Það gæti því verið að þunglyndisþankar sem slíkir tengist ekki árstíðabundnum sveiflum að hausti heldur vanabundnir eiginleikar slíkra hugsana.

Samþykkt: 
  • 4.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-lokaeintak.pdf381.25 kBLokaður til...04.06.2030HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf119.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF