is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35865

Titill: 
  • Áhrif þjálfunar hreyfikerfis öndunar eftir kransæðahjáveituaðgerð á lungnarúmmál, öndunarhreyfingar og styrk öndunarvöðva
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerð (CABG) veldur skerðingu á lungnastarfsemi og öndunarhreyfingum. Rannsakendur hafa sett fram þá kenningu að skurðtæknin við CABG, vegna notkunar IMA-haka þegar innri vinstri brjóstholsslagæð er notuð sem græðlingur, valdi tognunaráverka á hreyfikerfi öndunar. Afleiðingar áverkans séu skerðing í lungnarúmmáli, öndunarvöðvastyrk og öndunarhreyfingum.
    Markmið: Að meta áhrif þjálfunar hreyfikerfis öndunar eftir CABG, áhrif hennar á lungnarúmmál, öndunarvöðvastyrk og öndunarhreyfingar.
    Aðferðir: Í þessari einblinduðu samanburðarforkönnun var sjúklingum sem fóru í valkvæða CABG þar sem IMA-haki var notaður, slembiraðað í íhlutunarhóp eða viðmiðunarhóp. Lungnarúmmál, öndunarvöðvastyrkur og öndunarhreyfingar voru mældar fyrir aðgerð og viku eftir aðgerð. Báðir hópar fengu meðferð sjúkraþjálfara fyrir og eftir aðgerð. Íhlutunarhópur gerði auk þess innöndunarvöðvaþjálfun með hvatningartæki fyrir innöndun með áherslu á stigvaxandi hreyfiferil, tvisvar á dag meðan á legu stóð. Auk þess voru þátttakendur íhlutunarhóps greindir með tilliti til tognunaráverka á öndunarvöðva og liðamót rifja. Niðurstöður voru settar upp í Microsoft Excel og reiknuð út hlutfallsleg breyting milli mælinga fyrir hvern þátttakanda.
    Niðurstöður: Þátttakendur voru sex karlmenn á aldrinum 58-82 ára sem fóru í valkvæða CABG á Landspítala á tímabilinu febrúar til apríl 2020. Allir þátttakendur voru með eðlilegt öndunarform í hvíld fyrir og eftir aðgerð og íhlutunarhópur einnig í djúpri öndun. Viðmiðunarhópur var með óstarfrænt öndunarform í djúpri öndun fyrir og eftir aðgerð. Viku eftir aðgerð sýndu allar lungnarúmmálsmælingar verri útkomu miðað við fyrir aðgerð hjá báðum hópum, nema í hámarksfráblásturshraða hjá einum í íhlutunarhópi. Inn- og útöndunarvöðvastyrkur lækkaði eftir aðgerð hjá öllum nema einum þátttakanda. Í hvíldaröndun jukust kviðarhreyfingar hjá íhlutunarhópi á bilinu 5-65,3% en hjá viðmiðunarhópi var breytingin frá 43,6% skerðingu upp í 73,9% aukningu. Öndunarhreyfingar í djúpri öndun jukust umtalsvert (á bilinu 36,9-108,1%) hjá einum þátttakanda í íhlutunarhópi á öllum mælistöðum nema einum, en hjá öðrum þátttakanda varð skerðing (á bilinu 31,4-71%) á öllum mælistöðum nema einum. Viðmiðunarhópur var með skertar öndunarhreyfingar í djúpri öndun eftir aðgerð, þó voru tveir þátttakendur með lítilsháttar aukningu á hægri lágrifjahreyfingum (17,5%) og hægri kviðarhreyfingum (11,2%).
    Ályktun: Ekki er hægt að draga ályktanir af þessari rannsókn vegna fárra þátttakenda.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Coronary artery bypass surgery (CABG) causes a reduction in lung function and respiratory movements. Researchers have hypothesized that the surgical procedure used in CABG generates a sprain injury to the respiratory motor system from using an IMA-retractor for harvesting the internal thoracic artery for graft. The hypothesized consequences are reduction in lung function, respiratory muscle strength, and respiratory movements.
    Objective: To evaluate the effect of respiratory motor system training after CABG, its effect on lung function, respiratory muscle strength, and respiratory movements.
    Methods: In this single-blinded comparative pilot study, patients undergoing elective CABG using the IMA-retractor, were randomly assigned to an intervention group (IG) or control group (CG). Lung volumes, respiratory muscle strength and respiratory movements were measured preoperatively and one week postoperatively. Both groups received pre- and postoperative physiotherapy. In addition, the IG did inspiratory muscle training using incentive spirometry with emphasis on progressive range of movement, twice a day during hospital stay and were assessed for possible sprain symptoms from the respiratory muscles and joints. Microsoft Excel was used to calculate percentage changes between measurements for each participant.
    Results: Participants were six males, 58 to 82 years old undergoing elective CABG at the University Hospital of Iceland from February to April 2020. All participants had a normal type of breathing pre- and postoperatively during quiet breathing. During deep breathing the IG had a normal type of breathing, but the CG had a dysfunctional type of breathing both pre- and postoperatively. Lung volumes were reduced postoperatively for all participants, except in peak expiratory flow for one participant in IG. Respiratory muscle strength was reduced postoperatively for all participants, except for one. During quiet breathing an increase of 5% to 65,3% was in abdominal movements for the IG, but for the CG the changes were from 43,6% reduction to an increase of 73,9%. During deep breathing one participant in the IG showed considerable increase (36,9-108,1%) in respiratory movements on all measuring sites, except for one. Another participant in the IG had a reduction in movements (31,4-71%) on all measuring sites, except for one. The CG had a reduction in respiratory movements during deep breathing postoperatively on all measuring sites, except for two who had a slight increase in right lower-thoracic movement (17,5%) and right abdominal movements (11,2%).
    Conclusion: No definitive conclusions can be drawn from the results of this study, due to lack of participants.

Samþykkt: 
  • 4.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35865


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð ÞH .pdf3.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirrituð yfirlýsing.pdf2.62 MBLokaðurYfirlýsingPDF