is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35866

Titill: 
  • „Með vitund kemur virðing“ Upplifun ferðaþjónustuaðila á stöðu áfangastaða á norðausturhluta hálendi Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hálendi Íslands er markaðsvara. Ört vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna sækir það heim á sumrin. Í eigindlegri rannsókn eru þrír ferðaþjónustuaðilar sem starfa á norðausturhluta hálendisins spurðir um upplifun sína á stöðu svæðisins. Hver er staða dagsins í dag og hvaða áhrif hafa ferðamenn á svæðið? Rýnt er í þolmörk áfangastaða og ferðalanga. Leitað er eftir úrræðum hjá viðmælendum sem gætu dregið úr álagi á svæðum sem eru komin að þolmörkum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að vinsælum ferðamannastöðum á hálendinu blæðir vegna álags og skorts á uppbyggingu innviða. Ferðamenn sem sækja þangað hafa misjafnar þarfir og væntingar. Ferðamenn valda oft skaða vegna þekkingarleysis. Bæta þyrfti fræðslu til ferðalanga og auka kröfur til aðila sem starfa á hálendinu. Samstarf ferðaþjónustuaðila gæti lækkað álagstoppa og styðja þyrfti við nýsköpun sem gerði starfsemi á svæðinu fjölbreyttari. Hálendið á ennþá mikið inni ef farið er vel að því og horft til sjálfbærrar þróunar svo komandi kynslóðir geti notið jafnt sem undangengnar.
    Efnisorð: Þolmörk, innviðir, sjálfbærni, ferðaþjónusta, hálendi

  • The highlands of Iceland are a marketing product who attract a growing number of foreign visitors over the summer. In this qualitative study three tour operators working in the northeastern highlands were asked about their experience of the conditions of the region. What is the current situation and how do tourists impact the area? Carrying capacity of destinations and travelers tolerance limit were explored. For areas on the verge of reaching carrying capacity resources are sought from interviewees. The main result of the study shows that popular tourist attractions of the highlands are suffering from the amount of travelers and lack of infrastructure development. Travelers visiting the highlands have different needs and expectations. Due to lack of knowledge travelers often cause damage. Information to travelers would have to be improved and the requirements for workers in the highlands increased. Collaboration between tour operators could reduce the effect of high season and supporting innovation is important to increase diversity of operations. The highlands still have a lot to offer if managed right and emphasis is on investments to a sustainable future. Upcoming generations will then be able to enjoy as passing generations did before them.

Samþykkt: 
  • 4.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35866


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hannes-Lárus-Hjálmarsson_BS_3.6.2020.pdf538.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing, BS pdf.pdf843.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF