is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35878

Titill: 
 • Forvarnir við Jumper's knee „Scoping“ samantektarrannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Jumper‘s knee er álagseinkenni sem lýsir sér með verkjum í nærlægum hluta hnéskeljarsinarinnar við aukið álag á sinina og við þreifingu á sömu staðsetningu. Einkennin eru algeng hjá íþróttamönnum sem stunda stökkíþróttir líkt og körfubolta og blak.
  Markmið rannsóknarinnar er að gera „scoping“ samantektarrannsókn um almennar forvarnir við Jumper‘s knee hjá einstaklingum á aldrinum 17 til 50 ára. Þetta er fyrsta „scoping“ samantektarrannsóknin sem rituð er á íslensku um forvarnir við Jumper‘s knee. Vænst er til að vitundarvakning verði um forvarnarvinnu Jumper‘s knee á Íslandi sem vonandi mun leiða til færri tilfella álagseinkennanna.
  Aðferðir: Leitað var í gagnagrunnum Medline – Ovid, Science direct – Elsevier, Medline – PubMed, Google Scholar, Pedro og Cochrane að rannsóknum sem lýstu forvarnaraðferðum við Jumper‘s knee. Rannsóknir voru á ensku eða íslensku og birtar eftir 1. janúar 2010. Rannsóknir voru af sönnunarstigi I-III. Útilokaðar voru rannsóknir sem höfðu eingöngu þátttakendur með Jumper‘s knee og þeim sem tóku eingöngu á íhlutunaraðferð. Leitast var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu:
  Hvað segja niðurstöður rannsókna um forvarnaraðferðir við Jumper‘s knee?
  Niðurstöður: Við leitina komu upp 1.683 greinar en fjórar þeirra uppfylltu inntökuskilyrði „scoping“ samantektarrannsóknar. Ein kerfisbundin yfirlitsgrein, ein slembiröðuð samanburðarrannsókn og tvær framskyggnar ferilrannsóknir. Úrtak þessara rannsókna samanstóð af 330 þátttakendum þar sem karlmenn (84,8%) og knattspyrnuiðkendur (70,6%) voru í miklum meirihluta. Takmörkuð sannindi voru um að langtímaíhlutun jafnvægisþjálfunar í knattspyrnuumhverfi hafi jákvæð áhrif á forvarnir á Jumper‘s knee. Eccentrísk styrktar- og teygjuþjálfun á keppnistímabili og álag sem lagt var á hnéskeljarsin á undirbúningstímabili sýndu ekki fram á forvarnarháhrif við Jumper‘s knee.
  Samantekt: Fáar hágæða rannsóknir fundust við leitina um forvarnir við Jumper’s knee. Langtímaíhlutun jafnvægisþjálfunar sýnir takmörkuð sannindi sem forvarnaraðferð við Jumper’s knee. Vöntun er á fleiri rannsóknum á viðfangsefninu svo hægt sé að álykta um hvort þjálfunin beri í raun árangur.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Jumper‘s knee is a stress symptom that presents itself with proximal patellar tendon pain with increased strain on the tendon and palpation at the same location. Prevalence of the syndrome is high in athletes who participate in jumping sports such as basketball and volleyball.
  The aim of the study is to execute a scoping review for general prevention for Jumper‘s knee directed at individuals aged 17 to 50 years. This is the first scoping review that is written in Icelandic concerning the prevention of Jumper‘s knee. Hopefully awareness of prevention of Jumper‘s knee in Iceland will lead to reduced ubiquity of the syndrome.
  Methods: The following databases were searched for preventative methods for Jumper‘s knee: Medline – Ovid, Science direct – Elsevier, Medline – PubMed, Google Scholar, Pedro and Cochrane. Studies had to be written in English or Icelandic and published before January 1st 2010 and have I-III level of evidence. Studies that had only participants with Jumper‘s knee and examined rehabilitation intervention were excluded. Answer to the following research question was sought:
  What are the results of prevention studies for Jumper‘s knee?
  Results: The search included 1,683 articles and four of them met the scoping review criteria. One systematic review, one randomized controlled study and two prospective cohort studies. The cohort of these articles consisted of 330 participants with males (84,8%) and football players (70,6%) in the vast majority. There was limited evidence that long-term intervention including balance training had positive effect on prevention of Jumper‘s knee. In-season eccentric strengthening and stretching and pre-season load on patellar tendon did not show a preventative effect for Jumper‘s knee.
  Conclusion: Few high-quality studies were found in the search for prevention methods for Jumper's knee. There is limited evidence regarding long-term balance training as a preventative method for Jumper's knee. More research on this matter is needed so that definitive conclusions can be made about the effectiveness of this training.

Samþykkt: 
 • 5.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forvarnir við Jumper's knee.pdf844.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Snjólfur Björnsson – Yfirlýsing.pdf55.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF