is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35880

Titill: 
  • Viðhorf heimamanna í Mýrdalshreppi gagnvart aukinni ferðamennsku á svæðinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Atvinnulíf í sveitum landsins hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu áratugum, meðal annars vegna tækniframfara tengdum aukinni sjálfvirkni í landbúnaði. Sú þróun hefur leitt til þess að hefðbundum landbúnaðarstörfum hefur fækkað mikið og mörg af dreifbýlissvæðum landsins hafa átt erfitt með að aðlaga atvinnulíf sitt að breyttum tímum. Mýrdalshreppur er eitt af þeim svæðum en á árum áður einkenndi landbúnaður og þjónusta við hann atvinnulíf hreppsins. Í kringum aldamótin var atvinnuástand á svæðinu slæmt og íbúum fækkaði hratt, þá sérstaklega yngri kynslóðinni. Nú á síðustu árum hefur orðið þar mikil breyting en tveir atburðir urðu til þess að ferðamennska á svæðinu fór að blómstra. Fyrri atburðurinn var fjármálahrunið árið 2008 en þá hrapaði verðgildi krónunnar og varð því mun ódýrara fyrir erlenda ferðamenn að koma til landsins. Seinni atburðurinn var eldgosið í Eyjafjallajökli en það reyndist vera mjög góð landkynning fyrir Ísland. Koma ferðamanna til svæðisins margfaldaðist í kjölfarið og hafa undanfarin ár komið yfir milljón ferðamenn þangað á ári hverju. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf heimamanna í Mýrdalssveit gagnvart þeirri þróun sem hefur verið á ferðamennsku á svæðinu á árunum 2010-2019. Niðurstöðurnar leiddu í ljós yfirgnæfandi ánægju yfir þróun mála á svæðinu. Allir viðmælendur töluðu um mikilvægi ferðaþjónustu fyrir svæðið og að aukin koma ferðamanna hafi snúið atvinnulífi sveitarfélagsins úr vörn í sókn. Þó að viðmælendur töldu að það væru einhverjir hlutir sem mættu betur fara þá voru þeir allir smávægilegir og létu viðmælendur þá lítið fara í taugarnar á sér.

Samþykkt: 
  • 5.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35880


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðmundur Sæmundsson og Haraldur Freyr Róbertsson.pdf639,67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
undirskriftir.jpg66,69 kBLokaðurYfirlýsingJPG