is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35884

Titill: 
 • Titill er á ensku Nausea in the first trimester of pregnancy: Association with dietary intake, body mass index, weight gain and complications during pregnancy.
 • Ógleði á fyrsta þriðjungi meðgöngu: Tengsl við fæðuval, líkamsþyngdarstuðul, þyngdaraukningu og fylgikvilla á meðgöngu.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Ógleði á fyrsta þriðjungi meðgöngu er algeng og getur haft áhrif á lífsgæði kvenna. Ógleði á meðgöngu hefur verið tengd við minni þyngdaraukningu á meðgöngu, lægri fæðingarþyngd en einnig, minni líkum á meðgöngueitrun og meðgöngusykursýki. Mikilvægi fæðuvals á meðgöngu fyrir heilsu móður og barns er vel þekkt en fáar rannsóknir hafa skoðað mataræði í tengslum við ógleði á meðgöngu.
  Markmið: Að skoða hvort munur sé á fæðuvali snemma á meðgöngu, þyngd fyrir meðgöngu, þyngdaraukningu á meðgöngu og tíðni valinna kvilla á meðgöngu og í fæðingu eftir því hvort konur finni fyrir ógleði eða ekki.
  Aðferðir: Þátttakendur voru barnshafandi konur sem mættu í 11.-14. vikna sónarskoðun á Landspítala á tímabilinu október 2015 til september 2016. Þátttakendur (n=1651) svöruðu stuttum spurningalista um fæðuval ásamt spurningum um hæð, þyngd og bakgrunn. Upplýsinga um þyngdaraukingu á meðgöngu auk kvilla á meðgöngu og í fæðingu var aflað úr mæðraskrám. Við úrvinnslu gagna var þátttakendum skipt í fjóra hópa: engin ógleði; ógleði án uppkasta; ógleði og stundum uppköst; ógleði og uppköst á hverjum degi sem skilgreind var sem alvarleg ógleði í niðurstöðum þessa verkefnis.
  Niðurstöður: Alls fundu 173 (10,5%) konur ekki fyrir neinni ógleði í upphafi meðgöngu, 772 (46,8%) konur fundu fyrir ógleði en höfðu aldrei kastað upp, 557 (33,7%) konur köstuðu stundum upp. Alvarlegri ógleði var lýst hjá 149 (9,0%), en þessar konur voru marktækt yngri (meðalaldur 29,3 (staðalfrávik 5,4) ára miðað við 31,2 (5,4) ára), með hærri þyngdarstuðul fyrir þungun (26,9 (6,3) kg/m2 miðað við 25,4 (5,3) kg/m2), og lægra menntunarstig samanborið við konur sem fundu ekki fyrir neinni ógleði. Konur sem upplifðu alvarlega ógleði borðuðu sjaldnar próteinríkar afurðir á borð við fisk, sýrðar mjólkurvörur, ost, rautt kjöt, baunir, hnetur og fræ, auk þess að nota sjaldnar grænmeti og drukku sjaldnar kaffi samanborið við konur sem fundu ekki fyrir ógleði (p<0,05). Þær drukku hins vegar oftar sykrað gos, borðuðu oftar trefjalítið brauð, sætindi og ís (p<0,05). Líkur á meðgöngueitrun voru minni meðal kvenna sem fundu fyrir ógleði samanborið við konur sem ekki fundu fyrir neinn ógleði á meðgöngu (OR á bilinu 0,3-0,48, p<0,05), en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri og þyngdaraukningu á meðgöngu.
  Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna sem benda til þess að konur sem upplifa mikla ógleði í upphafi meðgöngu séu yngri, þyngri og með lægra menntunarstig samanborið við konur sem finna síður fyrir ógleði. Fæðuval kvenna sem finna fyrir ógleði einkennist af meiri neyslu af fæðutegundum sem innihalda einföld kolvetni og minni neyslu á próteinríkum fæðutegundum. Tengsl milli meðgöngueitrunar og ógleði sem lýst er í þessari ritgerð krefjast frekari skoðunar.

Samþykkt: 
 • 5.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElísabetHeiður.pdf702.84 kBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysingready.pdf201.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF