is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35886

Titill: 
 • Áhrif þolþjálfunar á öndun og öndunarmunstur hjá heilbrigðum einstaklingum (ISO samanburður)
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • INNGANGUR
  Rannsóknir sýna að regluleg þolþjálfun bæti öndun og öndunarmunstur hjá hjarta-og lungnasjúklingum en hefur verið lítið rannsakað hjá heilbrigðum einstaklingum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hver áhrif 5 mánaða líkamlegrar þjálfunar væru á öndun og öndunarmunstur hjá heilbrigðum einstaklingum.
  EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
  Þátttakendur voru ungir háskólanemar, sem stunduðu litla hreyfingu og þóttu líklegir til að fylgja rannsókninni eftir. Þeim var skipt í þrjá hópa; viðmiðunarhóp (n=19), líkamsræktarstöðvahóp (n=19) og útivistarhóp (n=17). Viðmiðin héldu óbreyttum lifnaðarháttum en þjálfunarhóparnir stunduðu reglulega hreyfingu. Allir þreyttu hámarksþolpróf við upphaf og lok rannsóknartímabilsins þar sem mælt var súrefnisupptöku (V̇O2), koltvíoxíð útskilnað, afl, hjartsláttartíðni, loftun (V̇E) og öndunarmunstur. Samanburður var gerður á gildum fyrra og seinna hámarksþolprófanna við hámarksálag og álag sem samsvaraði 75% af hámarks V̇O2 (ISO-V̇O2) og 75% af hámarks V̇E (ISO-V̇E) í upphafsprófi.
  NIÐURSTÖÐUR
  Hámarkssúrefnispúls jókst marktækt hjá líkamsræktarstöðva hópnum (p =0,01) en hámarks V̇O2 gerði það ekki (yfir tíma p =0,06, víxlhrif p =0,08). Einnig jókst hámarksafl óháð hópi (p <0,01). ISO V̇O2 samanburður sýndi marktæka lækkun á koltvíoxíð útskilnaði óháð hópi (yfir tíma 0,03) og þar með lækkaði sömuleiðis loftskiptastuðullinn (yfir tíma p =0,02). Hjartsláttartíðni lækkaði einnig óháð hópi (p <0,01). ISO V̇E samanburður leiddi í ljós engar marktækar breytingar á öndun né öndunarmunstri.
  ÁLYKTANIR
  Breytingar á súrefnispúlsi líkamsræktarstöðva hópsins benda til þolþjálfunar áhrifa en rannsóknina gæti hafa skort tölfræðilegt afl svo marktækur munur yrði greinilegri á öðrum mælibreytum svo sem hámarks V̇O2, hámarksafli og við ISO-V̇O2 samanburði á hjartsláttartíðni, koltvíoxíð útskilnaði, loftskiptastuðli og loftun. Þau þjálfunaráhrif sem urðu (þ.e. breytingar á efnaskiptum) náðu hins vegar ekki að hafa áhrif á öndunina né öndunarmunstrið. Það kemur á óvart þar sem loftunin stjórnast helst af styrk koltvísýrings í blóði. Líklega þyrftu þjálfunaráhrifin að vera meiri en þau voru í þessari rannsókn svo einhver áhrif á öndun komi fram.

Samþykkt: 
 • 5.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hakonÖG_BSritgerd.pdf1.28 MBLokaður til...25.05.2023HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf210.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF