is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35888

Titill: 
  • Sálfræðilegar hindranir gegn ábyrgri umhverfishegðun: Hugsmíðaréttmæti og próffræðilegir eiginleikar mælitækis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að stemma stigu við loftslagsbreytingum er ein helsta áskorun samtímans. Taka þarf höndum saman til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og sporna gegn hnattrænni hlýnun en breytingarnar gerast hægt. Hindranir í vegi fyrir ábyrgri umhverfishegðun eiga sér margar birtingarmyndir og geta meðal annars verið kerfislægar eða sálfræðilegar. Mikilvægt er að takast markvisst á við þær hindranir sem koma í veg fyrir framþróun og betrumbætur í loftslagsmálum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna próffræðilega eiginleika og hugsmíðaréttmæti nýs spurningalista; Sálfræðilegar hindranir sem Ragna B. Garðarsdóttir og meistaranámsnemendur hennar hafa þróað undanfarin ár. Markmið spurningalistans er að bera kennsl á almennar sálfræðilegar hindranir gegn ábyrgri umhverfishegðun. Hér voru rannsakaðar átta mögulegar hindranir. Niðurstöðurnar eru í samræmi við fyrri rannsóknir á hindrunum og leiddu í ljós sex stöðuga undirkvarða með góðan innri áreiðanleika sem eru venjur og samsemd, afneitun ábyrgðar, svartsýni, vanþekking, ótti og ábyrgðardreifing. Spurningalistinn Sálfræðilegar hindranir hefur því gott hugsmíðaréttmæti sem hægt er að nota til að meta sálfræðilegu hindranirnar sem standa í vegi fyrir ábyrgri umhverfishegðun.
    Efnisorð: Loftslagsbreytingar; umhverfishegðun; félagssálfræði; próffræði; sálfræðilegar hindranir.

Samþykkt: 
  • 5.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf260.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sálfræðilegar hindranir gegn ábyrgri umhverfshegðun.pdf356.9 kBLokaður til...05.06.2022HeildartextiPDF