is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35894

Titill: 
  • Fæðingarstofa Bjarkarinnar: Yfirlit yfir útkomur kvenna og barna á árunum 2017-2019
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Björkin veitir hraustum konum í eðlilegri meðgöngu samfellda þjónustu frá 34. viku meðgöngu og er eina ljósmæðrastýrða einingin utan sjúkrahúss á Íslandi. Erlendar rannsóknir sýna að hraustar konur í eðlilegri meðgöngu eru líklegri til að fæða um leggöng og án inngripa á ljósmæðrastýrðum einingum en á hátæknisjúkrahúsi. Ekki hefur áður verið greint úr gæðaskráningu og árangursmati Bjarkarinnar. Tilgangur: Að kanna hverjar útkomur þeirra kvenna og barna eru sem stefndu að því að fæða í fæðingarstofu Bjarkarinnar á tímabilinu maí 2017–desember 2019. Aðferðir: Tekin voru saman gögn sem byggja á fæðingarskýrslum kvenna sem ætluðu sér að fæða í fæðingarstofu Bjarkarinnar á tímabilinu maí 2017–desember 2019. Við úrvinnslu gagnanna var notuð lýsandi tölfræði. Niðurstöður: Alls stefndu 274 konur að því að fæða í fæðingarstofu Bjarkarinnar á tilgreindu tímabili. Hlutfall fæðingar um leggöng var 94,8%, en 5,2% fóru í keisaraskurð. Af þeim fæddu 145 konur í fæðingarstofu Bjarkarinnar og fæddu þær allar um leggöng án inngripa. Meðal meðgöngulengd þeirra var 40 vikur + 1 dagur. Hlutfall frumbyrja var 42,1% á móti 57,9% fjölbyrja. Að meðaltali var heildarlengd fæðingar allra kvennanna sem fæddu í Björkinni 7 klukkustundir. Hlutfall vatnsfæðingar var 40,0% meðal kvennanna sem fæddu í fæðingarstofu Bjarkarinnar. Mikill meiri hluti þeirra blæddu ≤ 500 ml eftir fæðingu eða 86,9%. Ekkert barn hlaut Apgar-stigun undir 7 við 5 mínútur. Flutningur á hærra þjónustustig var mun algengari meðal frumbyrja en fjölbyrja. Ályktun: Þetta er fyrsta rannsóknin sem tekur saman og greinir gögn úr fæðingarskrám þeirra kvenna sem stefndu að því að fæða í fæðingarstofu Bjarkarinnar. Niðurstöðurnar sýna fram á lága inngripatíðni og jákvæðar útkomur meðal kvenna og barna. Þær samræmast erlendum og íslenskum heimildum um útkomur fæðinga á ljósmæðrastýrðum einingum. Nauðsynlegt er að þessar upplýsingar séu til staðar svo að konur geti tekið upplýst val um fæðingarstað. Nýta má þessar niðurstöður við endurskoðun á klínískum leiðbeiningum Embættis Landlæknis um val á fæðingarstað.

Samþykkt: 
  • 5.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SOM_Lokaverkefni_kandidatsprof_ljosmodurfr..pdf1.51 MBOpinnPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_SOM.pdf272.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF