is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35895

Titill: 
 • Skuggi Flóttakonunnar: Andleg líðan flóttakvenna í barneignarferlinu og áskoranir ljósmæðra við umönnun þeirra
 • Titill er á ensku The shadow of the refugee women
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Meðgöngu og umönnun barna flóttakvenna fylgir oft andleg vanlíðan þar sem þær hafa upplifað átök, ofbeldi og stríð í sínu heimalandi. Slík lífsreynsla getur haft áhrif á barneignarferli þeirra; meðgönguna sjálfa, fæðinguna og umönnun barna. Í nýjum heimkynnum flóttakvenna standa þær frammi fyrir ýmiskonar áskorunum og má í því samhengi til dæmis nefna félagslega einangrun, einmanaleika, menningarmun og tungumálaörðugleika. Ljósmæður eru í lykilhlutverki við umönnun flóttakvenna í barneignarferlinu og því er mikilvægt að þær skilji þarfir þessara kvenna og geri sér grein fyrir því hvernig þær geti nálgast þær til að veita þeim þá umönnun sem þær þurfa á að halda varðandi barneignarferlið.
  Tilgangur þessa verkefnis var að skoða hvað einkennir andlega líðan flóttakvenna í barneignar-ferlinu og hvaða áskoranir ljósmæður standa frammi fyrir við umönnun þeirra. Gagnöflun fólst í fræðilegri samantekt á viðfangsefninu. Við öflun fræðilegra heimilda var notast við PubMed og Google Scholar. Heildarfjöldi fræðilegra greina sem notaðar voru var 45 fræðilegar greinar og þar af 21 ritrýndar greinar og 5 fræðilegar samantektir. Nýjasta heimildin var frá árinu 2020 og sú elsta frá árinu 1872.
  Niðurstöður þessa verkefnis leiddu í ljós að flóttakonur voru líklegri til að glíma við andleg vandmál í barneignarferlinu en aðrar konur. Ástæður þess voru meðal annars að þær skorti félagslegan stuðning, voru einangraðar, áttu í erfiðleikum með að skilja nýja tungumálið og menningu nýju heimkynnana. Þeim finnst erfitt að vera mæður í nýja samfélaginu vegna skorts á félagslegum tengslum við aðra í samfélaginu. Flóttakonunum fannst mikil ábyrgð og skuldbinding fylgja umönnun barns, einkum vegna þess að þær þurftu að axla alla ábyrgðina einar. Þær söknuðu mjög fjölskyldu sinnar frá heimalandinu og höfðu oft áhyggjur af þeim. Helstu áskoranir ljósmæðra voru tungumálaörðugleikar og menningarmunur. Þessar áskoranir urðu til þess að þær upplifðu samskiptaörðugleika við konurnar sem gerði þeim erfitt fyrir að veita þeim þá umönnun og stuðning sem þær höfðu þörf fyrir.
  Lykilorð: Flóttakonur, barneignarferlið, meðganga, andlega líðan, þunglyndi, fæðingarþunglyndi, áfallastreituröskun, menningarmunur, tungumálaörðugleikar, ljósmóðir.

 • Útdráttur er á ensku

  For refugee women, pregnancy and child caring can cause mental distress due to their exposure to conflict, violence and war. Their experience can affect their; the pregnancy, the birth and caring for their child. Refugees are confronted by many different challenges that shape their life in new and foreign countries such as; social isolation, loneliness, cultural differences and language barriers. Midwifes play a key role in caring for refugee women during the process of becoming a mother. Midwifes understanding of the needs of refugee women and how to approach them is vital for them to be able to care for those women during their pregnancy and postnatal.
  The purpose of this thesis is to explore the mental health of refugee women during pregnancy and postnatal and the challenges midwifes face in caring for them. The research involved a literature review of the topic using PubMed and Google Scholar. Total number of academic articles used are 45, of which 21 is peer-reviewed and 5 are summaries. The youngest source dates from 2020 and the oldest from 1872.
  The main findings of the thesis are that refugee women are more likely to have mental disorders during pregnancy and postnatal than other women. The reasons being, among other; lack of social support, isolation, language barriers and cultural differences. Refugee women have difficulties with motherhood in the new home due to little social connection with others in society. Having and caring for a child comes with a great responsibility and commitment that is hard to handle alone and separated from your family. The women missed their families back home and worried for them. The biggest challenges for midwifes were language barriers and cultural differences. These challenges caused them having difficulties in communication which hindered their ability to care and support the women as needed.
  Key words: refugee women, childbearing process, pregnancy, mental health, depression, postpartum depression, Post Traumatic Stress Disorder, cultural differences, language difficulties, midwife.

Samþykkt: 
 • 5.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Gunnhildur Rán Hjaltadóttir.pdf269.89 kBLokaður til...01.06.2030HeildartextiPDF
IMG_20200605_0001.pdf415.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF