is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35899

Titill: 
  • Útbreiðsla birkis á gróðursamfélög í Þórsmörk, Skorradal og Skaftártungu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vægi skógræktar sem mótvægisaðgerð til að draga úr auknum styrk gróðurhúsalofttegunda hefur aukist seinustu ár. Með kolefnisbindingu í skógrækt minnkar styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu. Lengi vel litu menn á birkiskóga sem auðlind og var þeim eytt ótt og títt. Nú hefur aukning verið í útbreiðslu birkiskóga seinustu áratugi, bæði með náttúrulegri framvindu og ræktun, hvor aðferðinni um sig gegnir jafn mikilvægu hlutverki. Við gerð þessarar rannsóknar var notast við gögn frá Skógræktinni og Náttúrufræðistofnun Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að meta hraða útbreiðslu náttúrulegs birkis ásamt því að skoða á hvaða gróðursamfélög það breiðist. Tekin voru svæðin Þórsmörk, Skorradalur og Skaftártunga. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að meira hefur aukist af birki í Þórsmörk og Skaftártungu en í Skorradal en hraðari útbreiðsla birkis í önnur gróðursamfélög er að finna í Þórsmörk og Skorradal en í Skaftártungu. Áætla má að ásamt eðli gróðursamfélaga hafi ríkjandi vindáttir, hitastig og staðsetning svæðanna haft áhrif á hvaða gróðursamfélög birkið breiðist á og útbreiðsluhraða þess.

Samþykkt: 
  • 5.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áslaug Jóna Rafnsdóttir_BS.pdf4.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf296.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF