is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35903

Titill: 
  • Samræmi milli unglinga og foreldra í mati á geðrænum vanda: Niðurstöður úr klínísku göngudeildarúrtaki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að samræmi milli barna og unglinga annars vegar og foreldra þeirra hins vegar í mati á geðrænum vanda er gjarnan lágt. Af þessum sökum er matsaðilum ráðlagt að nota fleiri en eina aðferð við söfnun upplýsinga um geðræn einkenni. Þessi rannsókn skoðar samræmi milli unglinga og foreldra þeirra varðandi geðrænan vanda út frá greiningum og einkennum ásamt því að skoða áhrif aldurs, kyns, þunglyndis, kvíða og ADHD á samræmi. Þátttakendur í rannsókninni voru 61 unglingur á aldrinum 12–18 ára ásamt foreldrum þeirra. K-SADS-PL DSM-5 greiningarviðtal var lagt fyrir á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítala og Litlu kvíðameðferðarstöðinni og var viðtalið lagt fyrir unglinga og foreldra í sitthvoru lagi. Þátttakendur mátu einnig einkenni á matslistum (Child Behavior Checklist og Youth Self-Report) áður en viðtalið var lagt fyrir. Samræmi unglinga og foreldra varðandi greiningar var frá því að vera sæmilegt upp í framúrskarandi. Samræmi varðandi einkenni var lægra, eða frá litlu samræmi upp í sæmilegt. Þessar niðurstöður benda til þess að samræmi milli unglinga og foreldra varðandi greiningar og einkenni sé hærra en fyrri rannsóknir sýna. Niðurstöður benda jafnframt til þess að miðlunarbreytur, svo sem aldur, kyn, þunglyndi og ADHD, geti haft áhrif á samræmi varðandi einkenni geðræns vanda. Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að safna upplýsingum frá bæði börnum/unglingum og foreldrum þeirra. Jafnframt ættu meðferðaraðilar sem vilja veita sem nákvæmasta meðferð að hafa í huga mögulegar miðlunarbreytur þegar upplýsingar frá mörgum aðilum eru sameinaðar.
    Lykilorð: parent-child agreement, moderating variable, ADHD, depression.

Samþykkt: 
  • 5.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Helga_Jónsdóttir.pdf624.16 kBLokaður til...01.06.2024HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_undirritud.pdf196.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF