Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35904
Árstíðabundið þunglyndi er undirflokkur alvarlegrar þunglyndisröskunar þar sem líðan sveiflast með árstíðum. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl þunglyndisþanka (e. depressive rumination) og árstíðabundins þunglyndis þar sem þeir geta spáð fyrir um dýpt þunglyndislotna hjá fólki með árstíðabundið þunglyndi. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða árstíðabundnar sveiflur í líðan og tengsl þeirra við þunglyndisþanka, ásamt því að skoða sérstaklega jákvæð viðhorf til þunglyndisþanka. Búist var við því að depurð, kvíði og streita myndu sveiflast eftir árstíðum, að þunglyndisþankar gætu spáð fyrir um sveiflurnar og að jákvæð viðhorf til þunglyndisþanka tengdust auknum þunglyndisþönkum. Rannsóknin var með langtímasniði og mælingar voru gerðar með spurningalistum fjórum sinnum á tímabilinu frá júlí til apríl. Þátttakendur voru 78 talsins, 66 konur og 12 karlar. Niðurstöðurnar sýndu sveiflur í depurð yfir tímabilið en litlar sveiflur komu fram í kvíða og streitu. Tengsl fundust á milli þunglyndisþanka og depurðar, kvíða og streitu en þunglyndisþankar spáðu illa fyrir um sveiflur í líðan. Tengsl fundust einnig á milli jákvæðra viðhorfa til þunglyndisþanka og aukinna þunglyndisþanka, sérstaklega hjá þeim sem mældust yfir viðmiðunargildi um árstíðabundið þunglyndi. Líðan virðist því sveiflast að einhverju leyti eftir árstíðum en erfitt er að segja nákvæmlega hvað veldur því. Einhver tengsl virðast vera við þunglyndisþanka og áhugavert væri að skoða fleiri hugræn ferli sem eiga sér stað í árstíðabundnu þunglyndi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Inga_Ólöf_Lokaskil_BS.pdf | 513,19 kB | Lokaður til...05.06.2030 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing_Inga_Ólöf.pdf | 231,36 kB | Lokaður | Yfirlýsing |