is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3591

Titill: 
  • Íbúalýðræði og álversuppbygging á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bygging álvera í nokkrum smærri sveitarfélögum Íslands hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Eitt álver hefur þegar verið byggt, í Reyðarfirði, og tvö eru fyrirhuguð, í Reykjanesbæ og í Norðurþingi. Erlendu álfyrirtækin sækja til Íslands í leit að ódýrri orku og sveitarfélögin heimila byggingu álvera til að sporna við fábreytni í atvinnutækifærum, atvinnuleysi og brottflutningi. Sitt sýnist þó hverjum um álversbyggingu á Íslandi, einkum og sér í lagi vegna þeirrar umhverfisröskunar sem fylgir orkuframleiðslu til handa álverunum.
    Rannsókn þessari var ætlað að kanna viðhorf kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa, sveitarstjórnarstarfsmanna, minnihlutafulltrúa og íbúa þriggja sveitarfélaga þar sem álver hefur annað hvort verið byggt eða er fyrirhugað – Fjarðabyggð, Reykjanesbær og Norðurþing. Áhersla var lögð á að ná fram skilningi á hvort íbúalýðræði væri virkt þegar kæmi að ákvarðanatöku um álversuppbyggingu og nýtingu orkuauðlinda tengdra álverunum. Jafnframt var leitast við að fá svar við því hvort munur væri á sýn sveitarstjórna og íbúa á byggingu álvera og nýtingu auðlinda, hvernig og hvar ákvörðunin um uppbyggingu álvera væri tekin innan sveitarfélaga, hvort íbúalýðræði hefði áhrif á ákvarðanir stjórnvald og hvort vettvangur fyndist innan sveitarfélaganna fyrir þá íbúa sem eru andsnúnir álversuppbyggingu.
    Verkefnið byggist á viðtölum við íbúa og sveitarstjórnarfulltrúa í sveitarfélögunum þremur og heimildavinnu. Meðal annars voru vefsíður staðarblaðanna skoðaðar á markvissan hátt. Helstu niðurstöður eru þær að íbúalýðræði hefur lítið að segja þegar kemur að ákvarðanatöku um álversuppbyggingu og kemur á óvart að ákvörðun sveitarstjórna um álversuppbyggingu virðist ekki jafn markviss og fólk gæti ætlað. Stuðningur við álversuppbyggingu er iðulega mikill innan sveitarfélaganna sem ákveða að byggja álver, en lítill vettvangur virðist hins vegar vera innan sveitarfélaganna fyrir þá sem eru á móti, og það sem alvarlegra er, þöggun og óskipulagt einelti virðist valda brottflutningi þeirra sem ræða opinberlega um áhyggjur sínar eða efasemdir hvað varðar álversuppbyggingu og orkuöflun vegna álvera.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristinsdottir_fixed.pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna