Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35911
There is increasing demand for the use of native plants in ecological restoration and reclamation projects around Iceland, yet there is not a diverse supply of native material available for project implementation. This thesis explores the status of native seed production in Iceland, develops a protocol for rating native species for ecological tolerance and seed production, and presents a prototype for Icelandic native seed production manual. The objective is to create a useful tool for restoration practitioners and raise awareness on the potential of native Icelandic flora for restoration and reclamation. All native vascular plant species in the Icelandic flora were scored according to their ecological tolerance, a score comprised of species abundance within four main habitat types: birch woodlands, grasslands, heathlands and wetlands, and their potential for nitrogen fixation. Species were separated into four functional groups: grasses and graminoids, forbs and horsetails, legumes, and woody shrubs and trees. The top 10 scoring species from each functional group were then ranked by how much human effort is involved in producing seed. Production effort was defined by ease of seed harvest, ease of seed harvesting, cleaning and preparation, storage, and germination requirements. The top scoring species from each functional group were selected for a prototype manual. The selected species included: Deschampsia cespitosa (L.) Roemer & Schultes, Rumex acetosa L. subsp. acetosa, Salix lanata L., and Trifolium repens L. The prototype manual includes a description of vegetative and floral morphology, species distribution and distribution map, species occurrence by region, habitat types, flowering time, pollination mode, breeding system, guidelines for harvesting wild seed, cleaning effort, seed weight, seed storage behavior, germination requirements and a botanical drawing of each species.
Aukin áhersla á notkun innlendra plantna í endurheimt vistkerfa kallar á breytt vinnubrögð og stórauknar rannsóknir á íslensku flórunni. Markvisst val á tegundum til vistheimtar þarf að byggja á þekkingu á búsvæðavali, þolsviði og sérstökum eiginleikum s.s. niturbindingu, vaxtarformi, stofnvistfræði og æxlunarháttum. Þá skipta fræframleiðsla og frægæði miklu máli en sáralítið eða ekkert er vitað um þessa þætti hjá þorra íslenskra æðplöntutegunda.
Í ritgerðinni er tekin saman þekking sem nýst getur fyrir val á innlendum æðplöntutegundum fyrir landgræðsluaðgerðir og endurheimt mólendis, graslendis, kjarrlendis og votlendis. Verkefnið var tvískipt. Annars vegar er lögð fram tillaga að handbók með upplýsingum um innlendar æðplöntur og þróað verklag til að skilgreina forsendur fyrir vali tegunda. Hins vegar er lagt fram verkferli sem nota má til að meta hversu fyrirhafnarsamt er að afla góðs efniviðar fyrir árangursríka fræsáningu eða gródreifingu tegunda.
Val á tegundum byggði á vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands. Öllum innlendum æðplöntum var gefin einkunn út frá algengi þeirra í fjórum vistlendum (mólendi, graslendi, kjarrlendi og votlendi), auk getu þeirra til að binda nitur úr andrúmsloftinu. Tegundirnar voru flokkaðar í fjóra hópa þ.e. graskenndar plöntur, belgjurtir, aðrar jurtir, og tré og runnar. Þær tíu tegundir sem fengu hæsta einkunn í hverjum hópi voru í framhaldinu metnar út frá því hversu fyrirhafnarsamt væri að safna og framleiða fræ þeirra til notkunar í vistheimt. Þar voru fjórir þættir metnir; hversu auðvelt er að safna fræinu, hreinsa það, geyma og loks frægæði, þ.e. spírunargeta við staðlaðar aðstæður. Þeim tegundum sem skoruðu hæst í hverjum flokki er lýst í ritgerðinni. Þetta eru snarrótarpuntur (Deschampsia cespitosa (L.) Roemer & Schultes), túnsúra (Rumex acetosa L. supsp. Acetosa), loðvíðir (Salix lanata L.) og hvítsmári (Trifolium repens L.). Í handbókinni er að finna lýsingu á plöntunum, útbreiðslu þeirra með útbreiðslukorti, og upplýsingum um landshlutabundna dreifingu, kjörbúsvæði og blómgunartíma. Þá eru þar upplýsingar, að því marki sem þær fundust, um fjölgun, blómgun, frævun og aldinmyndum og hvernig safna má fræi af villtum plöntum og hreinsa það. Greint er frá fræþyngd, geymsluþoli og spírun. Loks fylgja flóruteikningar af hverri tegund.
Verkefnið ætti að vekja athygli á mikilvægi og möguleikum innlendra tegunda í vistheimtarverkefnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Brooks_M.Sc.Thesis_2020.pdf | 2,23 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
CourtneyBrooks_ThesisDeclaration.pdf | 305,04 kB | Lokaður | Yfirlýsing |