is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35914

Titill: 
  • Titill er á ensku Risk factors and healthy development among youth: The role of self-regulation
  • Áhættuþættir og heilbrigður þroski meðal ungmenna: Hlutverk sjálfstjórnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Námsárangur og farsæll þroski á unglingsárum leggja grunninn að fjölda jákvæðra útkoma seinna á lífsleiðinni. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif sjálfstjórnar, innbyrðis (kvíði og þunglyndi) og útbyrðis (áhættuhegðun) einkenna á námsárangur og farsælan þroska ári seinna. Einnig var kannað hvort innbyrðis og útbyrðis einkenni meðal ungmenna miðluðu áhrifum sjálfstjórnar á námsárangur og farsælan þroska. Alls voru 400 þátttakendur (44,75% drengir) í sjötta og sjöunda bekk í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Niðurstöður formgerðargreiningar (e. structural equation modeling) sýndu að innbyrðis einkenni spáðu verri frammistöðu í stærðfræði og síðri farsælum þroska ári seinna, einkenni áhættuhegðunar spáðu einnig síðri farsælum þroska ári seinna. Hvorugt spáði marktækt fyrir um frammistöðu í íslensku. Meiri sjálfstjórn spáði betri frammistöðu í íslensku, stærðfræði og farsælli þroska ári seinna. Enn fremur komu í ljós tvenns konar marktæk miðlunaráhrif. Annars vegar miðluðu innbyrgðis einkenni áhrifum sjálfstjórnar á frammistöðu í stærðfræði og hins vegar miðluðu útbyrðis einkenni áhrifum sjálfstjórnar á farsælan þroska. Þetta bendir til þess að sjálfstjórn spáir fyrir um frammistöðu í stærðfræði og farsælan þroska ekki aðeins beint heldur einnig óbeint með því að koma í veg fyrir innbyrðis og útbyrðis einkenni meðal ungmenna. Þetta bendir til þess að aðgerðir sem leggja áherslu á að auka sjálfstjórn meðal ungmenna geti haft víðtæk áhrif, ekki aðeins á námsárangur og farsælan þroska heldur einnig með því að draga úr innbyrðis og útbyrðis einkennum meðal ungmenna.

  • Útdráttur er á ensku

    Academic achievement and positive youth development (PYD) are important for later positive outcomes as various factors can affect youth development in a positive or a negative way. The aims of this study were to evaluate the effects of self-regulation, internalizing and externalizing symptoms on academic achievement and PYD a year later, and to estimate whether internalizing and externalizing symptoms mediated the effects of self-regulation on academic achievement and PYD. Data was obtained from a total of 400 youths (44.75% male) in grades 6 and 7 in schools located in Reykjavík, the capital of Iceland, and in Reykjanes, a nearby municipality. Results from structural equation modeling indicated that internalizing symptoms negatively predicted PYD and performance in math a year later but had no significant relations to performance in Icelandic. Externalizing symptoms negatively predicted PYD but showed no significant relations towards performance in Icelandic nor math. Self-regulation was positively related to performance in Icelandic, math and PYD a year later. Furthermore, two significant mediating effects were found. Internalizing symptoms mediated the effects of self-regulation on math, while externalizing symptoms mediated the effects of self-regulation on PYD. This implies that self-regulation not only predicts math and PYD directly, but also influences these outcomes indirectly by decreasing internalizing and externalizing symptoms. These results suggest that interventions emphasizing the enhancement of self-regulation skills among youths may have a wide beneficial effect, not only on academic achievement and PYD, but by decreasing internalizing and externalizing symptoms among youths.

Samþykkt: 
  • 5.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35914


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Risk_factors_and_heatlhy_development.pdf966.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf225.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF