is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35916

Titill: 
 • Samanburður á mótefnalitun með c-kit, DOG-1 og PDGFRA á strómaæxlum í meltingarvegi (GIST)
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • GIST æxli eru sjaldgæf æxli í meltingarveginum sem myndast oftast vegna KIT eða PDGFRA stökkbreytinga, sem eru óháðar hvor annarri og geta ekki komið fyrir í sama æxlinu. Mótefnalitun er yfirleitt nauðsynleg fyrir greiningu á GIST æxlum, þar sem oft er erfitt að greina á milli GIST æxla og annarra æxla í meltingarveginum s.s. leiomyoma og leiomyosarcoma. C-kit er mikilvægt mótefni fyrir greiningu á GIST, en jákvæð mótefnalitun með c-kit mótefni er ekki til staðar í öllum GIST æxlum og það er ekki sértækt fyrir GIST. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort betri greining á meltingaræxlum fengist með notkun á mótefnunum c-kit, DOG-1 og PDGFRA í stað þess að nota einungis c-kit mótefnið. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að mótefnið DOG-1 er næmt og sértækt fyrir GIST óháð stökkbreytingum. Í GIST með PDGFRA stökkbreytingu getur næmni fyrir DOG-1 og c-kit minnkað, kannað verður hvort mótefnið PDGFRA geti hjálpað við greiningu á þessum GIST æxlum og einnig við greiningu á c-kit neikvæðum GIST æxlum.
  Í rannsókninni voru 77 sýni lituð og metin með HE litun og c-kit, DOG-1 og PDGFRA mótefnalitunum. Af 77 sýnum voru 63 með GIST greiningu, 12 með leiomyoma greiningu og tvö með leiomyosarcoma greiningu. Með því að nota c-kit, DOG-1 og PDGFRA mótefnin náðist góð aðgreining GIST æxla frá leiomyoma og leiomyosarcoma æxlum. Af 63 GIST æxlum voru 96,8% jákvæð gegn c-kit mótefninu, 92,1% voru jákvæð gegn DOG-1 og 79,4% voru jákvæð gegn PDGFRA. Fimm GIST sýni voru með þekkta stökkbreytingu áður en rannsóknin hófst, fjögur þeirra voru með KIT stökkbreytingu og eitt með PDGFRA stökkbreytingu. Í rannsókninni voru 19 sýni með staðfesta stökkbreytingu ásamt fyrrnefndu sýnunum, þar af voru níu með stökkbreytingu í KIT geninu og tíu með stökkbreytingu í PDGFRA geninu. KIT stökkbreyttu sýnin voru yfirleitt með sterka svörun gegn c-kit og DOG-1, en PDGFRA stökkbreyttu sýnin voru yfirleitt með sterkari svörun gegn PDGFRA. Niðurstöður benda til þess að betri greining á meltingaræxlum náist með því að nota c-kit, DOG-1 og PDGFRA mótefnin, þar sem bæði næst betri aðgreining milli GIST og annarra meltingaræxla og mótefnin geta hjálpað til við greiningu á GIST æxlum með PDGFRA stökkbreytingu og GIST æxlum sem eru neikvæð fyrir c-kit mótefninu.

 • Útdráttur er á ensku

  GISTs are rare tumors in the digestive tract that are often characterized by the mutually exclusive mutations in KIT and PGDFRA. To distinguish GISTs from other tumors in the digestive tract, such as leiomyoma and leiomyosarcoma, the use of immunohistochemical staining is usually necessary. The c-kit antibody is an important immunohistochemical marker for GIST, however c-kit positive immunoreactivity is not present in all GIST cases and it is not specific for GIST. The aim of this study was to evaluate the if a better diagnosis could be obtained for tumors in the digestive tract using c-kit, DOG-1 and PDGFRA antibodies, instead of using only the c-kit antibody. Studies have shown that the DOG-1 antibody is sensitive and specific for GIST, regardless of the present mutation. The sensitivity of c-kit and DOG-1 antibodies can reduce in GISTs with PDGFRA mutations, therefore in this study it was evaluated if the PDGFRA antibody can help with the diagnosis of GIST cases with a PDGFRA mutation that are c-kit negative.
  In this study were 77 samples that were stained and reviewed with HE and immunostaining for c-kit, DOG-1 and PDGFRA. 63 of 77 samples were diagnosed with GIST, 12 with leiomyoma and two with leiomyosarcoma. GISTs were distinguished from leiomyoma and leiomyosarcoma tumors by using the c-kit, DOG-1 and PGDFRA antibodies. Immunohistochemically, c-kit was positive in 96,8% of 63 GIST cases, DOG-1 in 92,1% and PDGFRA in 79,4%. Five GIST cases had a known mutation prior to the study, four had a KIT mutation and one had a PDGFRA mutation. In this study, 19 of the GIST cases had a verified mutation, nine had KIT mutations and ten had PDGFRA mutations, including the five aforementioned cases. Most of the KIT mutations exhibit a stronger positive immunoreactivity for c-kit and DOG-1 and the majority of PDGFRA mutations exhibit a stronger positive immunoreactivity for PDGFRA. These results imply that the c-kit, DOG-1 and PGDFRA antibodies can distinguish GISTs from other tumors in the digestive tract and that it can help with identifying PDGFRA mutations in GISTs and GISTs that are c-kit negative.

Samþykkt: 
 • 5.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Maren_ MS_Ritgerð.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf417.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF