is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35917

Titill: 
  • Gagnreynt mat á fylgiröskunum meðal barna og unglinga með athyglisbrest- og ofvirkni (ADHD): Samanburður á matsmannaáreiðanleika DSM-5 K-SADS-PL greininga meðal barna og unglinga með og án ADHD
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fylgiraskanir eru algengar meðal barna með athyglisbrest- og ofvirkniröskun (ADHD), eru líklegar til að auka skerðingu þeirra og leiða mögulega til lakari meðferðarárangurs. Þar af leiðandi er mikilvægt að greining raskananna sé áreiðanleg til þess viðeigandi meðferð sé veitt. Markmið rannsóknar var að meta áreiðanleika DSM-5 útgáfu hálfstaðlaða greiningarviðtalsins Schedule for Affective Disorder and Schizophrenia for School-Age Children – Present and Lifetime Version (K-SADS-PL). Enn fremur var kannað hvort ADHD hafi áhrif á áreiðanleika greininga fylgiraskanna. Þátttakendur sem sóttu meðferð á göngudeild Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni yfir tímabilið janúar til mars, árin 2019 og 2020, var boðin þátttaka. Þátttakendur voru 78 talsins, á aldursbilinu 6 til 18 ára. Alls voru 31 þátttakendur með ADHD og 47 án ADHD. Niðurstöður sýndu að K-SADS-PL er áreiðanlegt matstæki þar sem áreiðanleiki fyrir allar greindar geðraskanir var viðunandi til framúrskarandi (kappa = 0.50–1.00). Áreiðanleiki milli ADHD hópsins og hópsins án ADHD var almennt svipaður en nokkurt misræmi kom einnig í ljós. Samkvæmni matsmanna um viðvarandi þunglyndi var sæmilegt í ADHD hópnum samanborið við góðan áreiðanleika í hópnum án ADHD. Samkvæmni fyrir almenna kvíðaröskun var viðunandi í ADHD hópnum en framúrskarandi fyrir hópinn án ADHD. Niðurstöðurnar sýna að K-SADS-PL er hagnýtt matstæki fyrir greiningar geðraskanna fyrir börn með og án ADHD. Hins vegar, þá þurfa fagaðilar að gæta sérstakrar varkárni þegar kemur að því að meta viðvarandi þunglyndi og almenna kvíðaröskun meðal barna með ADHD, mögulega vegna samsláttar nokkurra einkenna.

Samþykkt: 
  • 5.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc thesis - Hrafnkatla Agnarsdottir.pdf338.06 kBLokaður til...01.06.2024HeildartextiPDF
Yfirlýsing - Hrafnkatla Agnarsdóttir.PDF265.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF