is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3592

Titill: 
  • Áhrif efnahagshruns á starfsmenn og starfsmannahald
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Haustið 2008 urðu kaflaskil í íslensku samfélagi þegar þrír stærstu bankar landsins féllu og krónan veiktist um 70% frá byrjun ársins. Í kjölfarið fór afdrifarík keðjuverkun í gang sem m.a. hafði áhrif á rekstur og gengi fyrirtækja og almenning í landinu.
    Í þessari rannsókn er sjónum beint að þeim áhrifum sem ástandið hefur haft á starfsmenn og starfsmannahald á Íslandi í kjölfar hrunsins. Hvernig fyrirtæki hafa mætt erfiðleikum í rekstri þegar kemur að starfsmannamálum og hvaða áhrif slíkt ástand hefur á starfsmennina sjálfa, s.s. á vinnuframlag þeirra, starfsanda og fjarvistir.
    Um megindlega rannsókn er að ræða. Rafrænn spurningalisti var sendur til starfsmannastjóra 102 fyrirtækja sem valin voru af handahófi. Listinn var sendur til þátttakenda í lok maí 2009 og fram í júnímánuð 2009. Svarhlutfall var 56%.
    Helstu niðurstöður voru þær að flest fyrirtækjanna sem tóku þátt höfðu sagt upp starfsfólki á tímabilinu sem rannsóknin náði yfir, þ.e. frá maí 2008 til aprílloka 2009. Mikill meirihluti fyrirtækjanna dró einnig úr yfirvinnu starfsfólks. Önnur úrræði til að draga úr rekstrarkostnaði voru minnkað starfshlutfall og lækkun launa auk þess sem dregið var verulega úr nýráðningum. Að mati svarenda hefur framleiðni fyrirtækjanna ekki minnkaði þrátt fyrir uppsagnir. Hvað starfsmenn varðar þá stóð vinnuframlag þeirra í stað eða heldur dró úr því. Fjarvistir starfsmanna voru svipaðar en áður og síðast en ekki síst þá versnaði starfsandi starfsmanna ekki að mati svarenda. Hvað áherslur í starfsmannahaldi varðar þá virðist sem mannauðsstjórnun sé að færast að nokkru leyti yfir í harða mannauðsstjórnun.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
starfsmannahald_fixed.pdf515.16 kBLokaðurHeildartextiPDF