Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35920
Ágrip
Þessi rannsókn var kerfisbundin samantekt (e. systematic review) á námsefninu DAM - Leikni til lífs (DBT STEPS-A) og hafði það markmið að kanna hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á því sem og meta árangur þeirra. Notast var við viðmiðunarreglur PRISMA. Námsefnið byggist á díalektískri atferlismeðferð og er ætlað að stuðla að bættri geðheilsu ungmenna með því að kenna þeim gagnlega félags- og tilfinningafærni, í skólum. Námsefnið var gefið út árið 2016 í Bandaríkjunum og er eftir Mazza og félaga. Notast var við þrjá gagnagrunna sem og inntöku- og úttökuskilyrði en það skilaði fimm rannsóknum frá Íslandi, Írlandi og Wales. Námsefnið var lagað betur að aðstæðum hverju sinni í öllum rannsóknunum. Í heild sýndu niðurstöður þessara rannsókna að námsefnið getur stuðlað að bættri geðheilsu ungmenna, sérstaklega tilfinningastjórn, og að hægt sé að aðlaga námsefnið með jákvæðum árangri. Farið er yfir takmarkanir rannsóknanna og tillögur að úrbótum í framtíðarrannsóknum á þessu efni.
Abstract
The present study was a systematic review of available literature regarding the effectiveness of the Dialectical Behavior Therapy Skills Training for Emotional Problem Solving for Adolescents (DBT STEPS-A) program, using PRISMA guidelines. The program builds on dialectical behavior therapy and is meant to promote mental health among adolescents in a school setting by teaching useful social- and emotional skills. DBT STEPS-A was published in 2016 and authored by Mazza and colleagues in the United States. Using three different search databases and specific inclusion and exclusion criteria, a total of five studies were selected for this review, originating from Iceland, Ireland and Wales. In each study, the program was modified to better fit the circumstances. Collectively, results from these studies indicated that the program is effective at promoting adolescent mental health, especially emotion regulation. Additionally, results suggested that despite modifications of the program, its positive effects may be retained. Several limitations of the included studies are noted as well as suggestions for future research.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_lokaeintak_Gudrun_Karen.pdf | 782.32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 1.13 MB | Lokaður | Yfirlýsing |