is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35921

Titill: 
  • Alvarlegir lífsatburðir og þunglyndiseinkenni: Samanburður á hópum fyrrum þunglyndra og fólks með enga þunglyndissögu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestir upplifa alvarlega lífsatburði einhvern tímann á ævinni. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að alvarlegir lífsatburðir, fjöldi og alvarleiki þeirra tengjast þróun þunglyndis á fullorðinsárum. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl alvarleika og fjölda alvarlegra lífsatburða við þunglyndis- og kvíðaeinkenni, þunglyndisþanka og gleðileysi. Jafnframt voru skoðuð tengsl tegundar atburða við þunglyndis- og kvíðaeinkenni. Þátttakendur voru 159 manns, 103 með sögu um þunglyndi (tilraunahópur) og 56 með enga sögu um þunglyndi (samanburður). Þátttakendur svöruðu sjálfsmatskvörðum sem mældu þunglyndis- og kvíðaeinkenni, þunglyndisþanka, gleðileysi og alvarlega lífsatburði í æsku. Fyrsta tilgáta rannsóknarinnar stóðst, það að fyrrum þunglyndir höfðu lent í alvarlegri og fleiri alvarlegum lífsatburðum en þeir sem höfðu enga sögu um þunglyndi. Önnur tilgáta, að alvarleiki og fjöldi alvarlegra lífsatburða tengist auknum þunglyndis- og kvíðaeinkennum stóðst að hluta til. Þeir sem höfðu lent í alvarlegri og fleiri alvarlegum lífsatburðum sýndu meiri þunglyndiseinkenni. Engin tengsl fundust við kvíðaeinkenni, gleðileysi og þunglyndisþanka. Þriðja tilgáta, að tegund alvarlegs lífsatburðar tengist þunglyndis- og kvíðaeinkennum stóðst að hluta til. Niðurstöður sýndu að þeir sem höfðu upplifað alvarlega lífsatburði (líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi) sýndu meiri þunglyndiseinkenni en þeir sem höfðu upplifað vægari lífsatburði (dauðsfall nákomins, alvarleg vandamál hjá foreldrum og veikindi/slys). Ekki fundust tengsl milli tegundar lífsatburðar við kvíða, þunglyndisþanka og gleðileysi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að alvarleiki, fjöldi og tegund alvarlegs lífsatburðar í æsku tengjast auknum þunglyndiseinkennum á fullorðinsárum.

Samþykkt: 
  • 5.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-ritgerð lokaskil.pdf287.67 kBLokaður til...05.06.2030HeildartextiPDF
002.jpg389.55 kBLokaðurYfirlýsingJPG