is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35928

Titill: 
  • Listin að telja: Kennslurit í talningar- og fléttufræði fyrir framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kennslurit í talningar- og fléttufræði í þremur köflum. Í fyrsta kafla er farið yfir undirstöðuatriði og grundvallarhugtök í stærðfræði á borð við hrópmerkingu, samsetningar, umraðanir, strengi, runur, raðir og veldaraðir, sýnt hvernig unnið er með þessi hugtök og hvernig ýmis afbrigði þeirra eru talin. Jafnframt verða grundvallarreglur talningarfræðinnar, á borð við margföldunarreglu og samlagningarreglu, settar fram og farið yfir hvernig þeim er beitt. Í öðrum kafla eru framleiðandi raðir og framleiðandi föll kynnt til sögunnar, farið yfir framleiðandi föll sem gott er að þekkja, reikniaðgerðir á framleiðandi föllum skilgreindar og stuðlaregla sett fram. Í þriðja og síðasta kaflanum eru rakningarvensl skilgreind, kíkisaðferð og ítrunaraðferð til að leysa rakningarvensl settar fram og sýnt hvernig nota má framleiðandi föll til að leysa rakningarvensl.

Samþykkt: 
  • 8.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lausnin_að_telja_minus_lausnir.pdf1.05 MBLokaður til...01.06.2040HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_Hulda.pdf53.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF