is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35931

Titill: 
  • Skimunareiginleikar Tilfinningalistans (RCADS) fyrir börn með og án athyglisbrest og ofvirkni (ADHD): Niðurstöður úr klínísku göngudeildarúrtaki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Innhverfar raskanir líkt og kvíðaraskanir og þunglyndi eru algengar meðal barna og unglinga sem greinast með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD). Klínískar leiðbeiningar undirstrika mikilvægi þess að skima fyrir og meta fylgiraskanir hjá börnum með ADHD en lítið er vitað um skimunartæki fyrir þennan tiltekna hóp. Tilfinningalistinn (The Revised Child Anxiety and Depression Scale) er gjarnan notaður til þess að skima fyrir kvíða og þunglyndi hjá börnum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna skimunareiginleika tilfinningalistans fyrir foreldra- og sjálfsmatsútgáfu hjá börnum með og án ADHD. Þátttakendur voru 109 börn á aldrinum 6-18 ára sem sóttu þjónustu á göngudeild Barna og unglingageðdeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss eða á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni og foreldrar þeirra eða forsjáraðilar. ROC greining (Receiver operating characteristic analyses) var notuð til að meta skimunareiginleika Tilfinningalistans fyrir kvíðaraskanir og þunglyndi. Niðurstöður sýndu að foreldramatið spáði fyrir um kvíðaraskanir og þunglyndi (með miðlungs nákvæmi) hjá bæði börnum með og án ADHD. Sjálfsmatið spáði ekki marktækt fyrir um kvíðaraskanir eða þunglyndi hjá börnum með ADHD en spáði fyrir um kvíðaraskanir (með lítilli nákvæmni) og þunglyndi (með miðlungs nákvæmni) hjá börnum án ADHD. Þessar niðurstöður benda til þess að foreldramat listans geti verið gagnlegt þegar skimað er fyrir kvíðaröskunum og þunglyndi hjá börnum með og án ADHD í klínískum aðstæðum. Fagaðilar þurfa þó að fara gætilega í túlkun á sjálfsmatinu, sérstaklega hjá börnum með ADHD.
    Efnisorð: börn, unglingar, ADHD, skimunareiginleikar

Samþykkt: 
  • 8.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc. thesis_Hrund Jóhannesdóttir.pdf369.78 kBLokaður til...01.06.2024HeildartextiPDF
Skemman_undirritud yfirlysing.PDF43.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF