is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35933

Titill: 
  • Bætt öryggi barna í innkaupakerrum - Athugun á langvarandi áhrifum sjónræns inngrips
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Börnin eru framtíðin og því er mikilvægt að stuðlað sé að heilbrigði þeirra og vellíðan. Í því felst einnig að öryggi þeirra sé tryggt í þeim aðstæðum sem þau finna sig í. Ekki er hægt að koma í veg fyrir öll slys en ýmislegt er hægt að gera til að draga úr líkum á að þau gerist. Árið 2003 slösuðust um 80 börn á aldrinum 0 til 4 ára í verslunum á Íslandi en ein alvarlegasta tegund slysa í verslunum er þegar börn falla úr innkaupakerrum. Rannsóknir hafa sýnt að orsakavald slysa af þessu tagi megi að stórum hluta rekja til þess þegar börn sitja í þeim hluta innkaupakerra sem ætlaður er vörum. Rannsóknir hafa sýnt fram á nytsemi sjónrænna vísbendinga til að minnka þessa tilteknu hegðun hjá viðskiptavinum verslana. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort tilætlaðra áhrifa sjónræns inngrips, í formi skiltis sem fest hafði verið á innkaupakerrur í verslun Bónus í Skeifunni ári áður, gætti enn á markhegðunina, það er að minnka tíðni þeirrar hegðunar þegar börn sitja í vöruhluta innkaupakerra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að áhrif inngripsins voru enn til staðar ári seinna en tíðni markhegðunar var enn lægri en á inngripsskeiði fyrri rannsóknarinnar. Gögnum var þó safnað meðan samkomubann á Íslandi var í gildi og því er mjög sennilegt að sú breyta hafi haft áhrif á niðurstöðurnar.

Samþykkt: 
  • 8.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bætt_öryggi_barna_i_innkaupakerrum.pdf365.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg57.73 kBLokaðurYfirlýsingJPG