is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3594

Titill: 
  • Viðhorf og upplifun stjórnenda og starfsmanna á starfsmannasamtölum Samskipa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nú á dögum líta margir stjórnendur á mannauð sem mikilvæg verðmæti og lykil að velgengni skipulagsheildar. Stjórnendur eru farnir að átta sig á því að verðmæti skipulagsheildar liggja í þeirri þekkingu sem starfsmenn búa yfir. Í ljósi þess er litið á þjálfun og endurmenntun starfsmanna sem fjárfestingu en ekki sem kostnað. Starfsmenn Samskipa eru lykillinn að velgengni skipulagsheildarinnar og er markmið Samskipa að ráða, efla og halda í hæft og traust starfsfólk sem skilar framúrskarandi árangri. Starfsmannasamtöl eru talin góð aðferð til þess að fara yfir árangur starfsmanna í starfi, þörfina fyrir þjálfun og endurmenntun sem og væntingar til starfsins og starfsþróunar. Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar það að kanna viðhorf og upplifun starfsmanna Samskipa á starfsmannasamtölum og hins vegar að kanna það hvernig staðið er að undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni þeirra. Starfsmannasamtöl hjá Samskipum hafa verið formleg síðan árið 2004 og er mikil vinna lögð í það að þróa og endurbæta starfsmannasamtölin svo að þau skili sem bestum árangri. Ég taldi því áhugavert að beina sjónum að viðhorfi og upplifun starfsmanna Samskipa á samtölunum sem og undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni þeirra, einkum til þess að sjá hvar hægt væri að gera betur. Notast var bæði við megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð en það var gert til þess að öðlast dýpri skilning á rannsóknarefninu. Aflað var gagna með spurningakönnun sem lögð var fyrir stjórnendur og starfsmenn vöru-, skrifstofu- og hafnardeildar Samskipa. Að auki voru viðtöl tekin við starfsmenn og stjórnendur hverrar deildar.
    Niðurstöður rannsóknar sýndu að starfsmenn og stjórnendur Samskipa voru ánægðir með starfsmannasamtölin og upplifðu þau með jákvæðum og þægilegum hætti. Viðhorfið gagnvart starfsmannasamtölunum var einnig jákvætt og töldu flestir starfsmenn að starfsmannasamtöl væru mjög mikilvæg. Þó kom fram að viðhorf eldri verkamanna til starfsmannasamtala var það að þau væru óþörf. Samskip leggja metnað í undirbúning og framkvæmd starfsmannasamtala og framkvæmd þeirra er vel skilgreind og í samræmi við gildandi fræði. Það kom þó í ljós að stjórnendur Samskipa þurfa að bæta sig hvað varðar eftirfylgni á starfsmannasamtölunum, en rúmlega 30% starfsmanna fá ekki reglulega endurgjöf á frammistöðu sína allt árið um kring. Stjórnendur Samskipa þurfa einnig að vera duglegri við það að hvetja starfsmenn sína áfram til þess að ná settum markmiðum, en tæplega 30% starfsmanna virðast ekki fá reglulega hvatningu frá yfirmanni til þess að ná settum markmiðum. Að auki þurfa þeir að vera duglegri við það að umbuna starfsmönnum, en könnunin sýndi að rúmlega 60% starfsmanna telja sig ekki fá umbun fyrir vel unnin störf.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3594


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gudmundsdottir_fixed.pdf3.92 MBLokaðurHeildartextiPDF