is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35943

Titill: 
 • Titill er á ensku Nutrition, intestinal permeability, and mental- and neurodevelopmental disorders in children
 • Næring, gegndræpi þarma og geð- og taugaþroskaraskanir hjá börnum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Algengi geð- og taugaþroskaraskana meðal barna út um allan heim er að aukast og er talið vera á bilinu 13%-22% en fer það eftir um hvaða ríki er að ræða. Á heimsvísu er algengi athyglisbrests og ofvirkni (e. attention deficit hyperactivity disorder (ADHD)) á meðal fullorðinna, u.þ.b. 3%, einhverfu (autism spectrum disorder (ASD)) 0,6% og áráttu-þráhyggjuröskunnar (obsessive-compulsive disorder (OCD)) 2,3%. Rannsóknir á samspili geðheilsu, heilbrigði þarma, gegndræpi þarma og mataræðis eru í brennidepli.
  Markmið: Ritgerðin er byggð á gögnum úr nýlegri kerfisbundinni samantekt á athugunarrannsóknum (observational studies) á gegndræpi þarma, á börnum greind með ADHD, ASD eða OCD. Meginmarkmið er að vega og meta hvað sé vitað um samspil á áhrifum næringar á þarmaflóru/gegndræpi þarma í tengslum við geðraskanir á borð við ADHD, ASD og OCD.
  Aðferðir: Meistaraverkefnið var hluti af kerfisbundinni samantekt (systematic review) og vinna við yfirlitsferlið var framkvæmt í samráði við leiðbeinanda og annan yfirlesara. Val á greinum byggði á því að sameina leitir úr mismunandi gagnasöfnum miðað við innköllunar viðmiðið í rannsóknaráætlun leiðbeinanda. Rannsóknir sem voru gjaldgengnar í kerfisbundnu samantektina voru athugunarrannsóknir (observational studies) á börnum undir 18 ára aldri og greind með geðraskanir og lífmerki fyrir gegndræpi þarma t.d. zonulin og heilbrigð viðmið til samanburðar. Aðferðir fylgdu PRIMSA flæðiritinu og því hvernig kerfisbundnar samantektir eru unnar og var farið eftir stöðluðum reglum í þeirri vinnu. Fyrst var framkvæmd kerfisbundin leit að greinum sem greint er frá í meðfylgjandi rannsóknaráætlun (protocol). Gögnum var safnað úr greinum og gert var gæðamat með aðstoð Newcastle Ottawa skalans. Samantekt á niðurstöðum (meta-analysis) var framkvæmd á fjórum rannsóknum og meðaltali zonulin styrks í serumi.
  Niðurstöður: Alls komu 833 greinar upp við leit og titlar og útdrættir voru metnir. Skimaðar voru alls 14 birtar greinar og valdar voru 5 greinar til mats á texta til kerfisbundinnar samantektar. Allar rannsóknirnar reyndust vera tilfella-viðmiða rannsóknir (case-control studies) og voru framkvæmdar frá 2016-2019. Fimm af rannsóknunum sem fór í gegnum gæðamat innihéldu börn undir 18 ára aldri, þar sem zonulin og önnur lífmerki höfðu verið rannsökuð og tilfelli borin saman við heilbrigð viðmið. Tvær af rannsóknunum greindu frá breytingum á zonulin styrk hjá börnum með ASD og ein ADHD. Samantekt á niðurstöðum leiddi í ljós marktækan mun á mili meðalstyrk zonulins milli tilfella og viðmiðshóps.
  Ályktun: Meistaraverkefnið bætir við fræðin varðandi geð- og taugaþroskarasaknir, gegndræpi þarma, þarmaflóru, zonulin og hvert hlutverk þáttana er í þessum röskunum. Fáar rannsóknir hafa rannsakað breytingar á gegndræpi þarma, zonulin styrk, matarræði og einkenni geðraskana. Framtíðar rannsóknir ættu að beina sjónum sínum að geðröskunum og fæðumynstri.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: The prevalence of mental disorders has been increasing and can range from 13%-22%, depending on the country. Globally the prevalence of attention deficit hyperactivity disorder (ADHD) among adults is roughly estimated 3%, autism spectrum disorder (ASD) is estimated to be approximately 0,6%, and obsessive-compulsive disorder (OCD) 2,3%. The interplay between mental health, gut health, intestinal permeability, and diet has been a growing area of research.
  Aim: This thesis is based on data from a recent systematic review of observational studies on intestinal permeability in children (0-18 years) diagnosed with mental and neurodevelopmental disorders. The main aim of this thesis is to evaluate existing evidence on the interplay between nutrition, microbiota, intestinal permeability, and children diagnosed with either ADHD, ASD, or OCD. The evaluation was performed by conducting a systematic review using a standard methodology.
  Methods: This thesis was a part of a systematic review and work during the review process was performed with the supervisor, and another reviewer. The identification of potentially relevant studies was obtained by combined searches of bibliographic according to the inclusion criteria in the protocol by the supervisor. Studies eligible for the systematic review were observational studies, including children (0-18 years) diagnosed with mental disorders, a biomarker for intestinal permeability such as zonulin, and healthy controls in comparison. Methods were based on a PRISMA flow Diagram and the protocol. Data extraction and quality assessment was performed independently by the author and other reviewers according to the Newcastle Ottawa scale. Meta-analysis was also conducted on four studies and serum levels.
  Results: A total of 833 articles were found during the literature search, and titles and abstracts were evaluated. Fourteen published articles were chosen for eligibility, and 5 of them went through full-text systematic analysis. All the studies turned out to be case-control studies and were conducted between 2016-2019. Five studies included in the qualitative synthesis included children (0-18 years), where zonulin and other biomarkers of interest for intestinal permeability had been quantified and all patients compared to healthy controls. Two studies reported alterations in zonulin levels of children with ASD and one with ADHD. A meta-analysis revealed a significant difference between mean levels of zonulin between patient and control group.
  Conclusion: This thesis adds to the literature regarding mental-and neurodevelopmental disorders, intestinal permeability, microbiota, zonulin, and the interplay in these disorders. Few studies reported changes in intestinal permeability, zonulin levels, and diet and the symptoms of mental disorders. Future studies should focus on mental disorders and dietary patterns.

Samþykkt: 
 • 8.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35943


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_Heiddis_Snorradottir_June_2020.pdf1.5 MBLokaður til...20.06.2022HeildartextiPDF
Skemman_Heiddis_Snorradottir_yfirlysing.pdf564.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF