Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/35952
Einstaklingur þarf ekki hafa heimsótt áfangastað til þess að hafa einhverja ímynd af staðnum í huganum. Margir þættir eru þeir sem geta mótað ímynd áfangastaða og einn af þeim eru samfélagsmiðlar eins og Instagram. Ferðamenn og samfélagsmiðlar spila lykilhlutverk við að byggja upp ímynd áfangastaða vegna þess að hún er mótuð af þeirra ferðaupplifunum og sögum sem þeir deila á samfélagsmiðlum. Vald ferðamanna hefur aukist þar sem þeir geta með samfélagsmiðlum deilt sinni upplifun og náð til margra á auðveldan og fljótan hátt. Í markaðssetningu spila samfélagsmiðlar stórt hlutverk þar sem myndefni er ríkjandi og markmiðið er að vekja áhuga ferðamannsins og búa til jákvæða mynd af áfangastaðnum til þess að laða ferðamenn að áfangastaðnum. John Urry fjallar um áhorfið og segir að hægt er að nota það sem aðferð til þess að stýra ferðamenn á ákveðna staði. Myndefni er því mikilvægt þegar kemur að vali á áfangastað. Notendaskapað efni spilar stórt hlutverk áður en kaupákvörðun er gerð þess vegna hefur noktun TripAdvisor aukist. Ferðamenn treysta betur á ummæli annarra ferðamanna en því sem birtist í auglýsingum. Markmið rannsóknarinnar er að athuga áhrif samfélagsmiðla þegar kemur að vali á áfangastað og hvort að þeir hafi áhrif á ímyndarsköpun áfangastaða. Einnig verður athugað hvort ímynd áfangastaða skiptir máli við val á áfangastað. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að samfélagsmiðlar hafa stór áhrif þegar kemur að vali á áfangastað og ímynd áfangastaða er mótuð af samfélagsmiðlum. Einnig sýndu niðurstöður að ímynd áfangastaða er mikilvægasti þátturinn þegar fólk ákveður áfangastað.
An individual does not need to have visited a destination to have any images of the place in his mind. Many aspects are those that can form a destination image and one of them is social media such as Instagram. Tourists and social media play a key role in building a destination image because the image of the destinations is formed by their travel experiences and stories they share on social media. The power of tourists has increased because with social media they can share their experience and reach to many people easily and quickly. In marketing, social media plays a major role where images are prevalent, the aim is to attract the tourist's interest and create a positive image of the destination in order to attract tourists to the destination. John Urry discusses the gaze and says it can be used as a way to steer travelers to certain places. Therefore, images are important when choosing a destination. User-created content plays a big role before making a decision, which is why the use of TripAdvisor has increased. Travelers rely more on other travelers' comments than what appears in advertisements. The aim of this research is to examine the impact of social media when it comes to choosing a destination and whether social media has an impact on destination image creation. The results of the study show that social media has a big impact when it comes to choosing a destination and destination image is formed by social media.The results also show that destination image is the most important factor when deciding a destination
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Frá mynd til staðar. Nýjar leiðir við val á áfangastað.pdf | 740,32 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman_yfirlysing Dario .pdf | 206,16 kB | Locked | Declaration of Access |