is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35957

Titill: 
 • Framvinda stams og áhrif á líðan og lífsgæði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Algengast er að stam hefjist þegar börn eru á leikskólaaldri. Almennt er talið að einn af hverjum fimm einstaklingum fari í gegnum tímabil í lífi sínu þar sem þeir stama í lengri eða skemmri tíma en að aðeins 1% þrói með sér þrálátt stam. Stórt hlutfall þeirra sem byrja að stama hætta því, jafnvel án þess að nokkur íhlutun hafi farið fram. Stam er skilgreint sem talflæðistruflun þar sem endurtekningar á hljóðum eða orðum, lengingar á hljóðum eða festingar í talinu gera vart við sig. Slík truflun getur haft veruleg áhrif á talflæði einstaklings sem áfram getur leitt til skerðingar á samskiptum, andlegri heilsu, félagslegri stöðu og almennum lífsgæðum.
  Markmið: Rannsóknin er langtímarannsókn þar sem markmiðið var að fylgjast með framvindu stams hjá 38 einstaklingum sem stömuðu á leikskólaaldri. Þá voru þeir þátttakendur í doktorsrannsókn Jóhönnu Thelmu Einarsdóttur, „Greining og mæling á stami leikskólabarna“, en sú rannsókn var framkvæmd á árunum 2005 til 2006. Þátttakendur höfðu jafnframt tekið þátt í meistararannsókn Hildar Eddu Jónsdóttur þegar þeir voru á aldrinum níu til 13 ára. Í þetta sinn voru þátttakendur á aldrinum 15 til 20 ára. Kannað var hversu margir þátttakendanna höfðu náð bata á stami og hverjir glímdu við þrálátt stam. Að auki var reynt að varpa ljósi á þá þætti sem stam getur haft áhrif á í lífi einstaklings.
  Aðferð: Rannsakandi hitti þátttakendur ýmist augliti til auglitis eða í gegnum fjarfundarbúnað í þeim tilfellum sem þátttakendur áttu ekki heimangengt, bjuggu úti á landsbyggðinni eða erlendis. Tvenns konar málsýni voru tekin upp á myndband, sjálfsprottið tal og lestur. Málsýnin voru síðar notuð til að meta framvindu í stami þátttakendanna. Til viðbótar var útbúinn spurningalisti sem lagður var fyrir alla þátttakendur og með honum ætlað að komast að því hvernig þátttakendur upplifa ýmsa þætti tengda daglegu lífi svo sem skólagöngu, samskipti, félagslega stöðu og almenn lífsgæði. Til viðbótar voru á spurningalistanum spurningar um einkenni og áhrif stams, eingöngu ætlaðar þeim þátttakendum sem sögðust enn stama.
  Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að allt að 84% þátttakenda hafði náð bata á stami. Meðaltal hlutfalls stamaðra atkvæða reyndist vera 0,9%, þar sem hlutfallið var á bilinu 1% til 5% hjá aðeins fimm þátttakendum af þeim 32 sem tóku þátt. Alvarleiki stamsins, metinn á kvarðanum 0 til 10, reyndist að meðaltali vera 1,07, að lágmarki 0 en mældist hæstur vera 6. Þátttakendur skýrðu almennt frá því að þeir hefðu gott sjálfsmat og greindu hvorki frá kvíða né slökum lífsgæðum. Svör þátttakenda við spurningum um líðan og lífsgæði gáfu til kynna að þátttakendur séu að jafnaði sáttir við lífsgæði sín, telji félagslega stöðu sína nokkuð góða, séu ánægðir með sjálfa sig og telji samskipti sín við aðra ganga vel. Marktektarpróf gáfu ekki til kynna að munur væri á upplifun þeirra sem enn stama eða þeirra sem náð hafa bata á stami þegar horft er til upplifunar af skólagöngu, almennra lífsgæða, kvíða og kvíðatengdra þátta eða samskipta við annað fólk og félagsleg tengsl.
  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að bati á stami verði fram á fullorðinsár og þess vegna eru batatölur ívið hærri en gengur og gerist í fyrri rannsóknum. Niðurstöður er varða líðan og lífsgæði þátttakenda benda til þess að það að stama á leikskólaaldri hafi ekki áhrif á almenn lífsgæði síðar á ævinni.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Stuttering most commonly appears in the preschool years (2 to 5 years). One in five people will go through a period of stutter with variable duration. However, only 1% develop persistent stutter. A large percentage of those who start stuttering recover, even without any intervention. Stuttering is defined as a speech disorder where repetition of sounds or words, lengthening of sounds, or a complete stoppage in speech are detected. Such disruption can have a significant impact on a persons speech fluency, which can lead to impaired communication, mental health, social status and general quality of life.
  Objective: The aim of this long-term study was to monitor the progress of stuttering in 38 subjects who stuttered in early childhood. They were participants in Jóhanna T. Einarsdóttir's doctoral dissertation The identification and measurement of stuttering in preschool children, which was carried out in 2005 and 2006. The participants also took part in a masters study by Hildur Edda Jónsdóttir when they were aged between nine and 13. In the current study the participants were aged 15 to 20 years old. The study was carried out to determine how many of the participants had recovered from their stuttering and who had developed persistent stuttering. In addition, attempts were made to highlight the factors of stuttering that can affect the life of an individual.
  Methodology: The researcher met with the participants, either face-to-face or through teleconferencing in those cases where the participants were unable to meet in person, living in the countryside or abroad. Two kinds of speech samples were recorded on video; conversation and reading. The speech samples were later used to assess the progress of the participants’ stuttering. In addition, a questionnaire was prepared that was presented to all of the participants and was intended to figure out how the participants experience various aspects of daily life such as school, communication, social status and general quality of life. In addition, the questionnaire included questions about the characteristics and effects of stuttering, intended only for those participants who said they were still stuttering.
  Results: The results of the study showed that up to 84% of the participants had recovered from their stuttering. The average number of stuttered syllables were 0,9%, with a ratio ranging from 1% to 5% in only five participants out of the 32 who participated. The severity of the stutter, rated on a scale of 0 to 10, turned out to be 1,07 on average, minimum 0 but measured maximum to be 6. Participants generally reported good self-esteem and did not report any anxiety or poor quality of life. The participants' responses to questions about well-being and quality of life indicated that the participants were generally satisfied with their quality of life, thought their social status was good, were happy with themselves and were good at communicating with others. Significance tests did not indicate that there was a difference in the experience of those who were still stuttering or those who had recovered when looking at education, general quality of life, anxiety and anxiety-related factors or communication with other people and social connections.
  Conclusions: This study´s results indicate that recovery from stuttering continues until adulthood. That might explain why recovery rates of early childhood stuttering are higher in the current study than in previous studies on recovery and persistency of stuttering. Conclusions regarding the well-being and quality of life of the participants indicate that stuttering in early childhood does not affect the general quality of life later on in life.

Samþykkt: 
 • 8.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistaraprofsritgerd_BrynjaDoggHermannsdottir_skil.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_BDH.pdf487.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF