en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35960

Title: 
 • Title is in Icelandic Íslenskur kjarnaorðalisti fyrir byrjendur í óhefðbundnum tjáskiptaleiðum
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Hugtakið kjarnaorðaforði er mikilvægt í samhengi einstaklinga sem eru að tileinka sér málið með aðstoð óhefðbundinna tjáskiptaleiða. Kjarnaorðaforði vísar til fárra en algengra orða sem tjáning einstaklinga byggir á, það er mengi algengra orða sem hægt er að nota til að tjá mikinn meirihluta af því sem við þurfum að segja. Hérlendis hefur ekki verið gerð tilraun til að taka saman kjarnaorðalista eða skilgreina hvaða kjarnaorð henti best ungum börnum og öðrum einstaklingum sem eru að byrja að tjá sig. Því eru ekki til kjarnaorðalistar sem byggja á gögnum frá íslenskum málnotendum og hafa fagaðilar þar af leiðandi þurft að miða við kjarnaorðalista á öðrum tungumálum eða eigin tilfinningu við þróun kjarnaorðalista fyrir einstaklinga sem styðjast við óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Þar af leiðandi er tilhneiging til að setja óhóflega mikið af nafnorðum í tjáskiptalausnir þrátt fyrir að rannsóknir sýni að þau séu í minnihluta.
  Markmið þessa verkefnis var tvíþætt. Fyrri hlutinn fólst í því að skilgreina kjarnaorðaforða 2;5 til 7;11 ára íslenskra barna út frá Tíðni orða í tali barna, orðtíðnibók Jóhönnu Thelmu Einarsdóttur, Önnu Lísu Pétursdóttur og Írisi Dögg Rúnarsdóttur. Út frá kjarnaorðalista barnanna var útbúinn 80 orða listi með byrjendur í óhefðbundnum tjáskiptaleiðum í huga og var hann kallaður tjáskiptatæknilisti (TST-listi). Kjarnaorðalistinn var jafnframt borinn saman við enskan kjarnaorðalista. Seinni hluti verkefnisins fólst í því að skoða hvaða orð væri algengast að finna í ílagi frá umönnunaðila og var þá unnið út frá málheild Sigríðar Sigurjónsdóttur, Langsniðsgögn Fíu. Sá listi var síðan borinn saman við kjarnaorðalista barnanna. Samanburðurinn var áhugaverður þar sem um var að ræða ílag umönnunaraðila sem beinist að barni á máltökuskeiði.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að kjarnaorðaforði íslensku barnanna samanstóð af 175 orðum sem komu úr öllum orðflokkum tungumálsins. Samanburður við enskan kjarnaorðalista sýndi að skipting í orðflokka er svipuð á milli þessara tungumála og 73% orða á íslenska listanum var að finna á þeim enska. Flest íslensku kjarnaorðanna sem valin voru á TST-listann féllu innan 80% safntíðni af heildarfjölda orða. Hins vegar voru nokkur orð valin á listann sem þóttu hafa hagnýtt gildi fyrir byrjendur í óhefðbundnum tjáskiptaleiðum þrátt fyrir að falla ekki innan tilætlaðs ramma. Þegar skoðað var ílag umönnunaraðila komu fram 158 orð sem féllu undir 80% safntíðni. Skörunin milli listanna tveggja leiddi í ljós að 64% íslensku kjarnaorðanna var að finna á orðalista umönnunaraðilans.
  Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að varhugavert sé að taka kjarnaorðalista á öðru tungumáli og þýða yfir á íslensku. Það styður fyrri rannsóknir á kjarnaorðaforða en því hefur verið haldið fram að ástæðan gæti stafað af ólíkum menningarheimum og ólíkri málfræði milli tungumála. Þá virðist ágætt samræmi á milli kjarnaorðaforða íslenskra barna og ílags umönnunaraðila.

 • The term core vocabulary is important in the context of individuals who are developing language with the help of augmentative and alternative communication. Core vocabulary refers to the most common words in the language that are the building blocks of communication and can be used to express most of what needs to be said. There are no Icelandic core vocabulary lists nor has there been any research aimed at identifying core words for young children and other individuals who are taking their first steps in communication using Icelandic. Therefore, professionals have had to resort to a core vocabulary lists in other languages or their own intuition when developing a core vocabulary list for individuals who use augmentative and alternative communication. As a result, there seems to be a tendency to put a disproportionate number of nouns into aided communication systems.
  The aim of this project was twofold. The first part consisted of defining a core vocabulary among 2;5 to 7;11 years old Icelandic children using Tíðni orða í tali barna, a recent acquisition frequency dictionary by Jóhanna Thelma Einarsdóttir, Anna Lísa Pétursdóttir and Íris Dögg Rúnarsdóttir. From the children’s core vocabulary list, an 80 word list was subsequently composed with beginning communicators in mind (TST-list). The core vocabulary list was also compared to the composition of an English core vocabulary list. The second part of the project involved examining which words were most commonly found in the input from a caregiver. The data was based on Sigríður Sigurjónsdóttir’s longitudinal corpus, Langsniðsgögn Fíu. Finally, the caregiver’s list was compared to the children’s core vocabulary list. The comparison was interesting as the input of a caregiver is directed to a child during language acquisition.
  The results of the study revealed that the Icelandic children’s core vocabulary consisted of 175 words that came from all word classes. A comparison with the English core vocabulary list showed that the division between word classes is similar in the languages and 73% of words in the Icelandic list were found in the English list. Most of the Icelandic core words that where selected for the TST-list fell within 80% cumulative frequency of the total number of words. However, a few words on the list were selected because of their practical value for beginning communicators despite not falling within the intended frequency framework. When looking at the caregiver input, 158 words emerged that were below 80% cumulative frequency. A comparison between the two lists revealed that 64% of the Icelandic core words were included in the caregiver’s word list.
  From these results it can be concluded that taking a core vocabulary list from another language and translating it directly into Icelandic, without adaptation, should not be advised. This is in line with previous research on core vocabulary that suggests the uncompatibility might due to cultural as well as grammatical differences. Finally, despite different methods, the overlap between the Icelandic children's core vocabulary and the caregiver input is considerable.

Accepted: 
 • Jun 8, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35960


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS_ÓlöfG_Kjarnaorðaforði.pdf1.12 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing.PDF111.56 kBLockedDeclaration of AccessPDF