is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35966

Titill: 
  • Á ferðalagi um samfélagsmiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ferðamenn sækja í auknum mæli innblástur frá samfélagsmiðlum og leita þar sérstaklega að efni frá öðrum ferðamönnum. Ferðaáhrifavaldar eru aðilar sem hafa gert ferðalög að atvinnu sinni með því að deila persónulegri reynslu á samfélagsmiðlum. Instagram er þeirra helsti vettvangur og þar deila þau myndrænu efni með stórum hópi fylgjenda. Samkvæmt kenningu John Urry um ferðamannaáhorfið er sjónin máttugasta skynfærið í uppbyggingu ferðamennsku. Hann hélt því fram að ferðamenn leituðust frekar eftir að heimsækja áfangastaði sem þeir hafa áður séð í myndrænu formi svo sem á ljósmyndum eða í fjölmiðlum. Tilkoma samfélagsmiðla hefur aukið umfang áhorfsins og sýna rannsóknir sterk áhrif þeirra á ferðalög nútíma ferðamanna. Markmið rannsóknarinnar er að athuga að hvaða leyti samfélagsmiðlar móta ferðalög ferðaáhrifavalda og hvernig áhorfið hefur áhrif á iðkun og sjálfsmynd þessa hóps, sérstaklega í tengslum við ljósmyndun. Gögnum var aflað með eigindlegum og megindlegum aðferðum. Tekin voru viðtöl við fimm íslenska ferðaáhrifavalda sem áttu það sameiginlegt að vera með stóran fylgjendahóp ásamt því að hafa skapað sér starfsferil í gegnum Instagram. Til viðbótar var gerð innihaldsgreining á aðgöngum þeirra til að öðlast dýpri skilning á efninu. Í ljós kom að samfélagsmiðlar hafa töluverð áhrif á ferðalög áhrifavaldanna. Niðurstöður sýna að áhersla á ljósmyndun og deilingu efnis skapar hvata fyrir ferðalög og setur svip á ferðahætti þeirra. Starfstitill þeirra getur einnig ýtt undir álag í ferðalögum og valdið ákveðinni ferðapressu. Áhorfið á þá þátt í að móta iðkun þeirra og leggur grunninn að ímyndasköpun þeirra á samfélagsmiðlum.

  • Útdráttur er á ensku

    Travelers increasingly pursue inspiration from social media and look especially for content from other tourists. Travel influencers are people who have made traveling their jobs by sharing their personal experiences on social media. Instagram is their main forum where they share their visual content with a large group of followers. In John Urry's theory of the tourist gaze he argues that vision is the most powerful sense in the development of tourism. He states that tourists seek to visit destinations they have previously seen in pictorial form such as in photographs. The advent of social media has increased the scope of the tourist gaze and research shows the strong impact on modern travels. The aim of this study is first and foremost to examine how social media shapes travel influencers voyages, and in what way the tourist gaze effects their tourist performance. It also examines their self-image, especially in relation to photography. Data was collected with quantitative and qualitative research. Five Icelandic travel influencers were interviewed and in addition, a content analysis was conducted on their Instagram accounts to gain a deeper understanding. It turned out that social media has a significant impact on the travel influencer’s voyages from beginning to end. The results show that the influencer’s focus on photography, and content sharing creates a catalyst for travel and changes their way of traveling significantly. Their job as travel influencers can also create stress while traveling. The tourist gaze plays a part in shaping their performance and lays the foundation for their social media image.

Samþykkt: 
  • 8.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Á ferðalagi um samfélagsmiðla_TSV.pdf4.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_TSV.pdf154.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF