is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35969

Titill: 
  • Réttmætisathugun á Málfærni eldri leikskólabarna (MELB): Samanburður við málsýni og HLJÓM-2
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Rannsókn þessi er liður í stöðlun málþroskaprófsins Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) sem er ætlað börnum á aldrinum 4;0 ára til 5;11 ára og metur heildarmálþroska barna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort samræmi sé á milli MELB og annarra athugana eða prófa af svipuðum toga. Hér verður miðað að því að athuga réttmæti prófsins með því að skoða fylgni þess við niðurstöður úr HLJÓM-2 og málsýna hjá börnum á aldursbilinu 5;3 – 5;11 ára. HLJÓM-2 er aldursbundin skimun sem metur hljóðkerfis- og málmeðvitund barna. Málsýni eru sýnishorn af máltjáningu barna við daglegar aðstæður. Réttmætisathugunin fólst í því að athuga hvort marktæk fylgni væri milli frammistöðu á málþroskaprófinu MELB og málsýna og hins vegar hvort marktæk fylgni væri milli frammistöðu á málþroskaprófinu MELB og niðurstaðna úr HLJÓM-2.
    Aðferð: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 30 börn, öll eintyngd og ekki greind með þroskaskerðingu. MELB var lagt fyrir í heild sinni fyrir öll börnin. Við fyrirlögn prófanna var alltaf byrjað á að leggja fyrir MELB og strax þar á eftir tekið málsýni. Niðurstöður HLJÓM-2 voru fengin hjá deildarstjórum eða sérkennslustjórum á leikskólum barnanna. Niðurstöður á MELB og HLJÓM-2 voru skoðaðar út frá heildarskori, prófhlutum og prófþáttum. Málsýni voru tekin í tilbúnum leikaðstæðum sem prófandi setti upp. Hvert málsýni var 50 segðir og við úrvinnslu þeirra var reiknuð meðallengd segða (MLS), heildarfjöldi orða (HFO), fjöldi mismunandi orða (FMO) og hlutfall málfræðivillna. Niðurstöður MELB og málsýna voru skoðuð með því að athuga fylgni heildarskora, prófhluta og prófþátta MELB við mælieiningar málsýna. Hjá þátttakendum fengust niðurstöður úr öllum þáttum og voru þær nýttar við gerð rannsóknarinnar.
    Niðurstöður: Niðurstöður gáfu vísbendingar um að viðunandi hugsmíðaréttmæti væri til staðar og að MELB meti heildarmálþroska barna. Fylgni heildarskora á HLJÓM-2 við heildarskor á MELB var há, jákvæð og marktæk (r = 0,52), sem gaf vísbendingar um að prófin væru að mæla skilda hugsmíð. Þegar fylgni prófhluta MELB við mælieiningar málsýna var skoðuð sást hærri fylgni við máltjáningarhluta prófsins en málskilningshluta þess. Þetta gefur vísbendingar um að prófið greini vel á milli máltjáningar og málskilnings. Mælieiningar málsýna höfðu missterka fylgni við heildarskor MELB en hún var marktæk í öllum tilvikum nema við já/nei svörun. Jákvæð fylgni var við MLS, HFO og FMO (r =0,38 til 0,47). Neikvæð fylgni var við Já/nei svörun og málfræðivillur (r = -0,15 og -0,49).
    Samantekt og ályktanir: Fylgni MELB við HLJÓM-2 var viðunandi og einnig fylgni MELB við málsýni. Niðurstöður styrkja réttmæti prófsins og vísbendingar eru um að tilgátur sem settar voru fram standist. Áætla má því að prófið sé réttmætt mælitæki á málþroska barna.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: There is a lack of a good standardized assessment tools in Iceland for assessing language development. Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) has been in development during the last years and it´s construct is based on research on Icelandic language acquisition. The language test is conducted to find children showing language delay between ages of 4 and 6 years. This study is a part of the validity process and standardization of the test MELB. The goal of this study was to conduct a validity study between MELB and two comparable tools (HLJÓM-2 and language samples) assessing similar construct but different aspects of the language development. HLJÓM-2 is a screening tool to estimate the phonological and metalinguistic awareness of five-year-old children. Language samples are showing children’s spontaneous speech during a play with an adult. The validity of the MELB was evaluated by testing for two research questions: Is there a significant correlation between MELB and language samples and is there a significant correlation between MELB and HLJÓM-2.
    Method: Participants were 30 children ages 5;3 to 5;11 years old, from four preschools in Reykjavík area and surrounding. The children were all monolingual and had no history of developmental disorders. The procedure was to test the children first with MELB and then to elicit the language sample. The children’s educators provided the result of HLJÓM-2 what is used as regular screening for five-year-old each autumn. Compared were the result of MELB and HLJÓM-2 both for total scores and items scores. Each language sample was 50 utterances and calculated parametric were Mean Length of Utterances in words (MLU), Total Number of Words (TNW), Number of Different Words (NDW) and proportion of grammatical errors. The correlation was found between the parametric of MELB and language samples and MELB and HLJÓM-2.
    Result: The result gave evidence that acceptable construct validity is in place and that MELB is evaluating children’s language development. The correlation between MELB and HLJÓM-2 on one hand and MELB and language samples on the other hand were both acceptable. Correlation between MELB and HLJÓM-2 total score was significant (r = 0,52), but lower between the subtests. Significant correlation was between the expressive assessment on MELB and the measurements on the language samples. The correlation between expressive language and NDW was (r =0,58) and between expressive language and grammatical errors was (r = -0,49).
    Conclusion: These results indicate that MELB is a valid and reliable assessment tool to assess the language development of children between 4 and 6 years of age.

Samþykkt: 
  • 8.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35969


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynja Björgvinsdóttir - talmeinafræði - Skemman.pdf822,56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Brynja Björgvinsdóttir.pdf233,14 kBLokaðurYfirlýsingPDF