is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35972

Titill: 
  • Frásagnargeta 6 til 8 ára barna, með og án málþroskaröskunar, í íslensku sem öðru máli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tvítyngd börn hafa oft minni reynslu af báðum málum en eintyngd börn og getur því reynst erfitt að greina hvort frávik í málþroska tvítyngdra barna stafi af málþroskaröskun eða hvort máltileinkun barnanna sé hægari sökum tvítyngis. Í þessari rannsókn var sjónum beint að formi og notkun í frásögnum barna sem hafa íslensku sem annað mál, með og án málþroskaröskunar. Jafnframt var athugað hvaða breytur aðgreina best á milli barna sem hafa íslensku sem annað mál, með og án málþroskaröskunar. Þátttakendur voru 29 börn með íslensku sem annað mál í 1. til 3. bekk grunnskóla. Samtals voru 13 þeirra með staðfesta málþroskaröskun og 16 með dæmigerðan málþroska. Tekin voru frásagnarmálsýni hjá öllum þátttakendum í rannsókninni. SALT (Systematic Analysis of Language Transcripts) matskerfið var notað til að meta meðallengd segða og efnisþætti frásagna. Að auki var Milli mála lagt fyrir og bullorðapróf með íslenskulegum og óíslenskulegum bullorðum.
    Frammistaða barna með íslensku sem annað mál og greinda málþroskaröskun var marktækt lakari á heildartölu Milli mála, íslenskulegum og óíslenskulegum bullorðum en hjá börnum með íslensku sem annað mál og dæmigerðan málþroska. Ekki var marktækur munur á meðallengd segða, efnisþáttum frásagna og heildartölu fyrir frásagnir milli hópanna. Eigi að síður kom fram skýr tilhneiging í átt að þroskaðri frásagnargetu í hópi barna með íslensku sem annað mál og dæmigerðan málþroska en hjá börnum með íslensku sem annað mál og greinda málþroskaröskun. Talsverð skörun er í dreifingu á frásagnargetu hópanna. Óíslenskuleg bullorð aðgreina best á milli barna með íslensku sem annað mál, með og án málþroskaröskunar. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að málfærni barna með íslensku sem annað mál og greinda málþroskaröskun er lakari en málfærni barna með íslensku sem annað mál og dæmigerðan málþroska. Munur á milli hópanna er mestur í endurtekningu óíslenskulegra bullorða. Að auki benda niðurstöðurnar til þess að hægt sé að aðgreina þessa hópa með viðunandi nákvæmni og án verulegs kostnaðar með því að nota óíslenskuleg bullorð. Sú niðurstaða getur reynst mikilvæg bæði í skimun og greiningu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar eru vísbendingar um að frásagnargeta barna með íslensku sem annað mál og greinda málþroskaröskun sé óþroskuð sem gerir þeim erfitt fyrir að koma efni frá sér á merkingarbæran hátt í töluðu máli. Frásagnargeta barna með íslensku sem annað mál og dæmigerðan málþroska er í flestum tilfellum lengra á veg komin og þeim gengur betur að skipuleggja og orða hugsun sína. Meðallengd segða í frásögnum er styttri og orðaforði minni hjá börnum með íslensku sem annað mál og greinda málþroskaröskun heldur en hjá börnum með íslensku sem annað mál og dæmigerðan málþroska.

  • Útdráttur er á ensku

    Bilingual children often have less experience in both languages than monolingual children and it can therefore be difficult to detect whether anomalies in bilingual children's language development are caused by a developmental language disorder or whether the children's language acquisition is slower because of bilingualism. In this study, the focus was on form and use in narratives by bilingual children with Icelandic as a second language, with and without developmental language disorder. In addition, it was examined which variables can discriminate between bilingual children with Icelandic as a second language, with and without developmental language disorder. Participants were 29 children with Icelandic as a second language in elementary grades 1 to 3. A total of 13 had a confirmed developmental language disorder and 16 had typical language development. Narratives were obtained from all participants in the study. The SALT (Systematic Analysis of Language Transcripts) system was used to estimate the mean length of utterance and to analyse macrostructure components of the narratives. In addition, Milli mála was administered, as well as an Icelandic nonword repetition test, including a list of word-like items and a list of nonword-like items (Icelandic word-like and Icelandic nonword-like nonwords).
    The performance of bilingual children with Icelandic as a second language and diagnosed developmental language disorder was significantly lower in the total score of Milli mála and in repeating Icelandic word-like nonwords and Icelandic nonword-like nonwords, than bilingual children with Icelandic as a second language and typical language development. There was not a significant difference in mean length of utterance and narrative macrostructure between the groups. Nevertheless, there was a clear trend towards a more mature narrative ability among bilingual children with Icelandic as a second language and typical language development. There is considerable overlap in the distribution of the narrative capacity of the groups. Icelandic nonword-like nonwords discriminate best between bilingual children with and without developmental language disorder. The main findings of the study are that the language skills of bilingual children with Icelandic as a second language and diagnosed developmental language disorder are poorer than the language skills of bilingual children with Icelandic as a second language and typical language development. The difference between the groups is greatest in the repetition of Icelandic nonword-like nonwords. In addition, the results indicate that these groups can be discriminated with acceptable accuracy and without much cost by using Icelandic nonword-like nonwords. This result can prove to be important for both screening and diagnosis of developmental language disorder in Iceland.
    The results of the study indicate that the narrative abilities of bilingual children with Icelandic as a second language and diagnosed developmental language disorder is immature which makes it difficult for them to convey material meaningfully in spoken language. The narrative abilities of bilingual children with Icelandic as a second language and typical language development is in most cases more proficient and they are better able to organize and express their thoughts. The mean length of utterance is shorter, and the vocabulary is smaller in bilingual children with Icelandic as a second language and diagnosed developmental language disorder than in bilingual children with Icelandic as a second language and typical language development.

Samþykkt: 
  • 8.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf397,94 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Aðalheiður Einarsdóttir - MS ritgerð í talmeinafræði.pdf1,17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna