is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35974

Titill: 
  • Vinnumarkaður og hagstjórn: Efnahagslegt vægi kjarasamninga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Miklar sveiflur hafa einkennt íslenskan vinnumarkað alla tíð. Launahækkanir hafa verið umtalsvert meiri hér á landi en í nágrannalöndum okkar, verðbólga hærri og gengissveiflur meiri. Víxlhækkanir launa og verðlags voru viðvarandi efnahagslegt vandamál á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en með gerð Þjóðarsáttarinnar 1990 tókst að ná betri tökum á efnahagsástandinu. Ekki var þó ráðist í nauðsynlegar skipulagsbreytingar á íslenskum vinnumarkaði í tengslum við Þjóðarsáttarsamninginn og hefur verðbólga áfram verið mun meiri hér á landi undanfarna þrjá áratugi borið saman við hin Norðurlöndin.
    Í ritgerð þessari eru tengsl kjarasamningsgerðar á vinnumarkaði og hagstjórnar skoðuð. Verkefnið byggir á fræðilegum grunni hvað varðar hagstjórnarlegt hlutverk kjarasamninga og tengsl þeirra við skipulag vinnumarkaðar. Farið er yfir helstu kenningar um tengsl launaþróunar, verðlags og atvinnustigs og samspil þessara þátta við peningastefnu sjálfstæðra seðlabanka með verðbólgumarkmið. Farið er yfir skipulag vinnumarkaða á Norðurlöndunum og í Þýskalandi þar sem rík hefð er fyrir miðstýrðu kjarasamningsferli og það borið saman við skipulag vinnumarkaðar hér á landi. Þá er þróun efnahagsmála hér á landi skoðuð út frá hagstjórnarlegu hlutverki kjarasamninga og borin saman við þróunina í fyrrnefndum löndum.
    Niðurstaða þessarar rannsóknar bendir eindregið til þess að kerfisbundnir veikleikar í íslenska vinnumarkaðslíkaninu hafa leitt af sér meiri launahækkanir en fást staðist til lengdar og fyrir vikið leitt af sér hærri verðbólgu og meiri gengisstöðugleika en ella. Nauðsynlegt er að ráðast í nauðsynlegar umbætur í íslenska vinnumarkaðslíkaninu til að tryggja hér efnahagslegan stöðugleika til lengri tíma. Innleiða þarf undanfarasamninga þar sem atvinnugreinar í alþjóðlegri samkeppni móta samræmda launastefnu fyrir vinnumarkað sem tryggir alþjóðlega samkeppnishæfni, líkt og á hinum Norðurlöndunum. Ná verður betri sátt um samræmda launastefnu og skynsamlegt væri að aðilar vinnumarkaðar gerðu með sér sjálfstæðan samning um grundvallarleikreglur íslensks vinnumarkaðar. Loks er nauðsynlegt að auka dreifstýringu í kjarasamningsgerðinni með auknu svigrúmi til útfærslu kjarasamninga innan fyrirtækja undir friðarskyldu.

  • The Icelandic labor market can be characterized by significant instability. Wage increases have been significantly higher here than in neighboring countries, inflation higher and exchange rate more unstable. Spiraling rises of wages and inflation were a permanent economical problem in the years between 1970 and 1990. The National consent agreement struck in 1990 however secured a more stable economy. No significant structural reforms were made to the Icelandic labor market model in relation to the agreement and inflation has continued to be significantly higher in Iceland than the other Nordics in the thirty years since.
    This paper studies the relationship between centralized wage negotiations and economic performance. It is based on the theorem of the role of centralized wage agreements and monetary policy and the role of labor market structure in that context. Main theories of the relationship between wage formation, inflation and employment and the effects that these factors have on a monetary policy of an independent central bank working on an inflation target. The structure of the labor market in Germany and the Nordics, with their long standing tradition of centralized wage negotiations, is reviewed and compared to the structure of the Icelandic labor market. Then the economic development of Iceland, taking into account the role of wage formation, is compared to that of the comparative countries.
    The findings indicate that structural weaknesses in the Icelandic labor market model have led to an economically unsustainable wage formation, higher rate of inflation and instability in the exchange rate of the Icelandic krona. Reforms are required to secure economic stability in the long term. The pace of wage increases should be set by industries facing international competition, as is the norm in the other Nordics. A wider consensus on the coordination of wage formation must be reached and a framework agreement setting out the main rules and guidelines for the Icelandic labor market should be negotiated by the social partners. An increased decentralization of wage negotiations is also required, allowing for increased bargaining at the company level. Company level bargaining should be within the confinements of the pace set at the central level and under strict peace obligation.

Samþykkt: 
  • 9.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vinnumarkaður og hagstjórn - meistararitgerð Þorsteinn Víglundsson.pdf989,63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skil í skemmu.pdf25,79 kBLokaðurYfirlýsingPDF