is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35975

Titill: 
 • Spurningalisti um mjaðmagrind (PGQ): Könnun á réttmæti PGQ í íslenskri þýðingu
 • Pelvic Girdle Questionnaire (PGQ): Validation of the Icelandic PGQ
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Spurningalisti um mjaðmagrind, PGQ (e. Pelvic Girdle Questionnaire) er sérhæft mælitæki með tvo undirþætti til að meta athafnagetu og einkenni einstaklinga sem finna til mjaðmagrindarverkja. Hingað til hefur ekki verið tiltækt mælitæki á íslensku sem metur mjaðmagrindarverki sérstaklega. Fram til þessa hefur verið notast við spurningalista um bakverki en slík mælitæki eiga þó ekki alltaf við, sérstaklega ekki á meðgöngu.
  Markmið: Markmið verkefnisins er að prófa réttmæti íslenskrar útgáfu PGQ. Ef próffræðilegir eiginleikar spurningalistans reynast góðir verður mælitækið aðgengilegt íslenskum sjúkraþjálfurum og öðrum fagstéttum sem nota skal til að meta mjaðmagrindarverki kvenna á meðgöngu, eftir meðgöngu og til að meta framgang meðferðar við mjaðmagrindarverkjum.
  Aðferð: Rannsóknin er þversniðsrannsókn með hentugleikaúrtaki. Pelvic Girdle Questionnaire (PGQ), Oswestry Disability Index (ODI) og Visual Analog Scale (VAS) verkjakvarði voru lagðir fyrir 97 konur, þungaðar eða sem höfðu fætt barn innan þriggja vikna, á sjúkraþjálfarastofum og heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. PGQ var lagður fyrir í annað sinn innan sjö til tíu daga til að meta áreiðanleika. Konurnar voru annarsvegar með einkenni mjaðmagrindarverkja sem staðfest voru með klínískri greiningu (n = 59) og hins vegar án einkenna (n = 38). Metið var hugsmíðaréttmæti listans ásamt hæfni hans til að greina á milli ólíkra hópa.
  Niðurstöður: Aðfallsgreining sýndi sterkt samband á milli heildarskors á PGQ og ODI í einkennahóp, (p < 0,05) með Pearson‘s fylgnistuðul, r = 0,916, (p < 0,001). Undirþættir PGQ sýndu lága en marktæka fylgni við VAS verkjakvarða hjá konum með staðfesta mjaðmagrindarverki. Munur á meðaltölum hópa var metið með tölfræðilega marktæku t prófi fyrir athafnaþátt, undirþátt og heildarskor (p < 0,001). Niðurstöðurnar sýndu sterka tölfræðilega marktæka aðgreiningargetu PGQ á milli einkennahóps og hóps án einkenna. Einkennahópnum var skipt niður í undirhópa á grundvelli stiga úr ODI. Dreifigreining sýndi tölfræðilega marktæka aðgreiningu á milli tveggja einkennahópa og hóps án einkenna sem bendir til aðgreiningarréttmætis og góðrar næmni listans á ólík stig einkenna.
  Ályktanir: Íslensk útgáfa PGQ sýndi gott hugsmíðaréttmæti og góða aðgreiningargetu á milli hópa. Mælitækið hentar bæði til rannsókna og í klínísku starfi til að meta hömlur á athöfnum og einkenni þungaðra kvenna sem finna til mjaðmagrindarverkja.

Samþykkt: 
 • 9.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PGQ-réttmæti.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf277.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF