is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35979

Titill: 
  • Áhrif samræmingar á geislaskammta barna í tölvusneiðmyndarrannsóknum: Könnun á stillingum tækja og verklagi við rannsóknir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Uppgvötun tölvusneiðmyndatækja gjörbylti myndgreiningu í læknisfræðilegum tilgangi. Frá upphafi og til dagsins í dag hafa TS tæki haft öra tækni þróun sem hefur leitt til aukningu á fjölda rannsókna síðustu ár. TS rannsóknir gefa frá sér jónandi geislun og eru börn viðkvæmari fyrir henni en fullorðnir. Aukning á TS rannsóknum og þekkingu á áhrifum jónandi geislunar hefur leitt til þess að TS framleiðendur hafa framleitt ýmis tæknileg atriði til þess að halda geisluninni eins lágri og mögulegt er en á sama tíma að viðhalda greiningargildum mynda.Markmið: Markmið rannsóknar er að samræma og bæta verklag við tölvusneiðmynda (TS) rannsóknir af börnum á LSH, tengdum deildum (HVE) og Sak. Efni og aðferðir: Afturskyggn rannsókn þar sem gögn voru sótt í myndageymslu röntgendeildar á LSH og Sak og í hugbúnað tölvusneiðmyndatækja á LSH, HVE og Sak. Notast var við Excel við tölfræði úrvinnslu. Rannsóknar tímabilið var 2018-01.03.2020 og skoðað voru vistuð tökugildi hjá öllum börnum (0-18 ára) sem fóru í rannsóknir í TS tækjum á LSH, HVE og Sak á tímabilinu. Rannsóknin var skipt niður í tvö tímabil þar sem TS rannsóknir árið 2018 voru skráðar niður og lagt var til mat á breytingum sem gerir kleift að samræma tækin. Seinna tímabilið voru TS rannsóknir frá 2019-01.03.2020 skráðar niður. Algengustu rannsóknirnar voru höfuð, kviðarhol, brjósthol og sínusar og fyrir hverja rannsókn var virkt þvermál mælt, stærðarleiðréttur geislaskammtur var reiknaður fyrir kviðarhol og brjósthol, meðalgeislaálag reiknað, miðgildi DLP var borið saman við EDRL, meðalgeislaskammtar DLP voru reiknaðir og ársfjórðungar bornir saman að lokum var samanburður gerður á milli ára og tækja. Tölfræðipróf t-próf tveggja óháðra úrtaka var gert til þess að skoða marktækan mun á milli tækja og fyrri og seinni hluta árs 2019 til þess að skoða áhrif samræmingar geislaskammta.
    Niðurstöður: Heildar fjöldi rannsókna árið 2018 var 958 og árið 2019 var heildar fjöldinn 1110 sem er 15,8% aukning á milli ára. Strákar voru í meirihluta bæði árin, 56,1% strákar árið 2018 og árið 2019 54,5% strákar. Bil meðalgeislaálags barna í TS rannsóknum var nokkuð þétt eða frá 0,5 mSv - 4,6 mSv árið 2018 og milli 0,2 mSv – 6,7 mSv árið 2019. Í kviðarhols- og brjóstholsrannsóknum mældist meðal SSDE hærra en meðal CTDIvol og dreifing SSDE jafnstórra barna var mismunandi fyrir sömu rannsóknir. Samanburður á tækjum HB One og Philips sýndi að víxlhrif og marktækur munur á milli breyta var í kviðarhols rannsóknum (p=0,0006) en ekki í höfði, brjóstholi og sínusum. Samanburður á Sak og HVE sýndi að ekki voru víxlhrif né marktækur munur í öllum rannsóknum og p gildi úr t-prófi voru yfir 0,05. Samanburður á milli ára sýndi víxlhrif og marktækan mun í kviðarhols rannsóknum (p=0,0002) en ekki í öðrum rannsóknum. Marktækur munur var á milli fyrri og seinni hluta árs 2019 fyrir kviðarhol 5 (p=0,03) og 10 (p=0,0002) ára aldurshóp, brjósthol 10(p=0,04)og 15(p=0,02) ára aldurshóp, og höfuð 5 (p=0,03) og 10(p=0,005) ára aldurshóp. Barnaprógrömm eru til staðar á LSH og Sak. En HVE notast við fullorðins prógrömm. Algengustu prógrömmin fyrir algengustu rannsóknirnar voru fullorðins prógrömm.
    Ályktanir: Þessi rannsókn lýsir helstu skammtamælingum á Íslandi í TS rannsóknum barna af höfði, kviðarholi, brjóstholi og sínusum. Helstu niðurstöður þessara rannsóknar voru að meðalgeislaálagið var sambærilegt við aðrar rannsóknir. CTDIvol sem TS tækin gáfu upp voru lægri en stærðarleiðréttur geislaskammtur. Miðgildi DLP var að mælast yfir EDRL í flestum tilvikum árið 2018 en undir EDRL árið 2019. Marktækur munur var á milli fyrir og seinni hluta árs 2019 fyrir 5 og 10 ára aldurshóp hjá höfði og kviðarholi og 10 og 15 ára aldurshópi í brjóstholsrannsóknum. Barna prógrömmin eru rétt stillt en ekki er verið að nota þau rétt. LSH er með mörg prógröm í öllum tækjum hjá sér og getur það haft áhrif á að mismunandi prógröm séu notuð. Það gæti leitt til þess að jafn stór börn fái misháan geislaskammt fyrir sömu rannsókn. Þannig dreifist geislaskammturinn fyrir hverja rannsókn á stóru bili. Sak er aðeins með barna prógrömm fyrir höfuð og kviðarhol frá 0-11 ára aldur en ætti að bæta við prógrömmum fyrir brjósthol, eldri börn og bæta við kg í stað aldurs fyrir kviðarhols- og brjóstholsrannsóknir. HVE notast við fullorðins prógrömm en ætti hafa til staðar barna prógrömm.

Samþykkt: 
  • 9.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf3.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf200.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF