Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35982
Verkefnið felur í sér að hanna og teikna tveggja hæða hús þar sem kröfur eru gerðar um að útveggir neðri hæðar séu steyptir, en útveggir efri hæðar léttir. Valmaþak er á húsinu þar sem hluti þess er hefðbundið sperru þak auk þess að vera borið uppi með kraftsperrum. Innbyggð bílgeymsla sem aðgenginleg er úr íbúð er staðsett á fyrstu hæð. Austurkór 16 í Kópavogi var notað til hliðsjónar við gerð verkefnisins.
Teikningasett inniheldur eftirfarandi teikningahluta: Uppdráttaskrá, aðaluppdrætti, burðarþolsuppdrætti, lagnauppdrætti og skráningartöflu.
Skýrsla inniheldur eftirfarandi atriði: Verklýsingar, verkhluta, tilboðsskrá, kostnaðaráætlun, burðarþols-, varmataps- og lagnaútreikninga, loftun þaks, umsókn um byggingarleyfi, gátlista byggingarfulltrúa auk verkáætlunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Austurkór 16 - Skýrsla.pdf | 3.33 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Austurkór 16 - Uppdrættir.pdf | 3.96 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |