is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Dip Iðn- og tæknifræðideild / Department of Applied Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35984

Titill: 
  • Beislun endurnýjanlegrar orku til húshitunar í Bíldsey
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni í véliðnfræði við Háskólann í Reykjavík. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna möguleikann á húshitun með endurnýjanlegri orku í litlu húsi sem staðsett er á eyju í Breiðafirði. Leitast verður eftir að fá svör við því hvort hægt sé að dvelja í húsi eyjunnar allan ársins hring. Það hefur ekki verið möguleiki hingað til vegna lélegrar húshitunaraðferðar sem notast er við í dag. Ritgerðin inniheldur þrjár rannsóknarspurningar þ.e. hversu mikið varmatap á sér stað í húsi eyjunnar, hverskonar varmadæla getur endurheimt þann varma og í lokin hvers konar endurnýjanlega orku er hægt að beisla til að knýja varmadæluna.
    Notast var við nokkra útreikninga við úrlausn á verkefninu, þ.á.m. var reiknað heildarvarmatap húss, út frá þeim niðurstöðum var síðan fundin varmadæla sem gat annað hitaþörf hússins. Þegar búið var að velja réttu varmadæluna var kominn grundvöllur fyrir hönnun rafkerfis.

Samþykkt: 
  • 9.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Beislun endurnýjanlegrar orku til húshitunar í Bíldsey lokaskil.pdf5.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna