Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35988
Verkefnið felur í sér stækkun á Black Beach Suites þar sem verið er að bæta við tveimur byggingum sem innihalda átta fjörtíu fm. svítur hver um sig á tveimur hæðum. Hótelið verður reist á Norðurfossi hjá Vík í Mýrdal og áætluð verklok eru um miðjan júní 2020.
Markmið verkefnisins var að hanna annars vegar raflagnateikningar og hins vegar magntökur sem og efnisval.
Í verkefninu var farið yfir val á ýmsum búnaði, t.d. er ekkert heitt vatn á svæðinu og þ.a.l. verða notaðar varmadælur og notast verður við rafstöð til að knýja stýringar fyrir varmadælurnar ef svæðið yrði rafmagnslaust. Raflagna hönnun var unnin í AutoCAD.
Stefnt er að því í verkefninu að kostnaðaráætlun gangi upp og þannig reynt að takmarka ófyrirsjáanlegan kostnað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Raflagnahönnun Black Beach Suites.pdf | 8.43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |