Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35989
Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er rannsókn á því hvaða atriði í 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 hafa áhrif á ákvörðun refsingar í stórfelldum fíkniefnamálum sem varða brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Gerð var rannsókn á dómum Hæstaréttar og Landsréttar sem féllu á tímabilinu 2010-2019. Rannsóknin snéri að því hvaða töluliðum 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga er oftast beitt og hvaða sjónarmið koma til skoðunar við ákvörðun refsingar. Á tímabilinu féllu 25 dómar frá Landsrétti og Hæstarétti og voru þeir teknir til skoðunar í þessari ritgerð. Í ritgerðinni er að finna tölulegar upplýsingar um hvaða töluliðum 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga var oftast beitt á tímabilinu, hver heildarfjöldi fíkniefnabrota var á árunum 2010-2018 og hversu mörg mál rötuðu til héraðsdóma, Hæstaréttar og Landsréttar. Í dómarannsókninni má sjá að vísað er til töluliða 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga í 12 dómum af þeim 25 sem skoðaðir voru. Í öðrum má geta sér til um að refsiákvarðanir byggi á efni töluliðanna án þess að í þá sé vísað, eða í 13 dómum af þeim 25 sem til skoðunar voru. Af þeim dómum sem skoðaðir voru, þar sem vísað var til töluliða í ákvörðun refsingar, mátti þó sjá að 1. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga var oftast notaður eða í níu dómum af þeim 25 sem skoðaðir voru. Þá var 6. tl. næst algengastur og vísað var til hans í átta dómum, þar á eftir var 3. tl. og var honum beitt í sex dómum. Þau sjónarmið sem virðast hafa mest vægi við ákvörðun refsingar í málum sem varða stórfelld fíkniefnabrot eru magn, styrkleiki og hættueiginleikar efnanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Helena Rakel lokaritgerð.pdf | 1.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |