is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3599

Titill: 
 • Kreppan, mannauðsstjórnun og verkalýðsfélögin
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er reynt að leita svara við þeirri spurningu hvernig verkalýðsfélög og þá aðallega VR bregðist við á þeim krepputímum sem nú eru. Byrjað er á að skoða kreppuna, upphaf hennar og aðdraganda sem sumir telja að rekja megi til ársins 2000 og jafnvel fyrr þegar húsnæðislánamarkaðurinn í Bandaríkjunum byrjaði að þenjast út. Rakið er hvernig svokölluð undirmálslán og verslun með þau leiddi að lokum til þess að millilánamarkaður heimsins fraus, lánsfjármarkaðir lokuðust og hver bankinn af öðrum varð gjaldþrota. Farið er yfir fall Lehman Brothers bankans og áhrif þess hér á landi og loks fall íslensku bankanna og ástand mála hér á landi í kjölfarið.
  Þá er þróun starfsmanna- og mannauðsstjórnunar rakin, allt frá dögum velferðarfulltrúanna í breskum verksmiðjum á 18. öld og fram á þessa öld og fjallað um hlutverk mannauðsstjórnunar sem þátttakanda í stefnumótun fyrirtækja og framfylgni hennar. Farið er yfir gagnrýni sem mannauðsstjórnun hefur fengið, meðal annars að hún leggi svo mikla áherslu á „stjörnurnar“ í fyrirtækjunum að hinir – þeir hæfu, góðu og traustu – gleymist. Einnig er þeirri spurningu varpað fram hvort mannauðsstjórnun eigi þátt í aðdraganda kreppunnar.
  Næst er skoðað hlutverk stéttarfélaga á krepputímum og hvernig stéttarfélög hafa þróast frá árdögum verkalýðsbaráttunnar, þ.e. frá baráttunni fyrir réttinum til þess að semja um kaup og kjör, launatöxtum og öðrum grundvallaratriðum sem löngu eru í höfn og til okkar tíma þegar starfsemi verkalýðfélaganna minnir orðið á hvert annað þjónustufyrirtæki. Rakin er saga verkalýðshreyfingarinnar hér á landi með sérstaka árherslu á VR.
  Að lokum eru aðgerðir og þjónusta félaganna í kreppunni skoðuð. Byggt er á fréttaflutningi dagblaðanna og greinaskrifum, viðtölum við starfsfólk VR og BSRB og heimasíður samtakanna skoðaðar.
  Niðurstöður eru meðal annars þær að verkalýðsfélögin bregðast við þeim vandamálum, sem kreppan hefur haft í för með sér, eins og hvert annað þjónustufyrirtæki og sinni þeim erindum sem þau fá inn á borð til sín. Þau standa þar vel að verki en þó má finna að kynningu þeirra á vefsíðum og útgáfustarfsemi.

Samþykkt: 
 • 22.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
7069_fixed[1].pdf930.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna