is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35990

Titill: 
  • Skattlagning hlutabréfatengdra réttinda
  • Titill er á ensku Taxation of rights attached to shares
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eins og heit ritgerðarinnar gefur til kynna, geta hlutabréfum fylgt ákveðin réttindi, sem annars vegar eru félagslega réttindi og hins vegar fjárhagsleg réttindi. Með ritgerð þessar er stefnt að því að kanna þau fjárhagslegu réttindi sem fylgt geta eignarhlut í félagi og komast að niðurstöðu um hvernig þau eru skilgreind með tilliti til skattaréttarins. Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 20. gr. hfl. er meginreglan sú að hlutir veita hluthöfum jafnan rétt innan félagsins miðað við fjárhæð hluta þeirra. Ef sérstök réttindi eiga að fylgja nokkrum hlutum í félagi er heimilt fyrir félög að víkja frá þessari meginreglu með því að bjóða fram hluti í sérstökum hlutaflokkum. Ýmiss álitaefni geta myndast á sviði skattaréttarins í tengslum við útgáfu hlutaflokka og þá einkum þegar slíkir flokkar eru sérstaklega gefnir úr til starfsmanna. Í 4. kafla ritgerðarinnar verða þessi álitamál skoðuð nánar og hvernig skattarétturinn horfir við þegar félög skipta hlutabréftengdum réttindum á milli mismunandi flokka.
    Í 5. kafla ritgerðarinnar er síðan fjallað um fjármögnun félaga, annar vegar með eigin fé og hins vegar með láns fé. Þegar fjármögnun er þess eðlis að vera blanda af eigin fé og lánsfé, er hún ýmist kölluð blandaðfé. Fjármagni félag sig með blönduðu fjármagni getur í sumum tilvikum reynst erfitt að grein á milli hvor megin við línun fjármögnun lendir. Lánsfjármögnun og eiginfjármögnun, hafa ólíkar þýðingar á sviði skattaréttarins, en þrátt fyrir að með hvoru tveggja sé stefnt að sama markmið, þ.a. að koma fjármagni inn í félagið svo félagið eigi þess kost að vaxa og dafna. Í 5. kafla verður leitast við svara á því hvers konar tekjur það eru sem myndast geta út frá slíku blönduðu fjármagni og þá hvernig sömu tekjur eru skilgreindar með tillit til skatta. Að lokum verða, í 6. kafla ritgerðarinnar, dregnar saman allar helstu niðurstöður ritgerðarinnar og þess freistað að svara þeim spurningum sem hún vekur varðandi fjárhagsleg réttindi, sem fylgja eignarhlut í félagi, í skattalegu ljósi.

Samþykkt: 
  • 9.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skattlagning hlutabréfatengdra réttinda - Meistararitgerð við lagadeild Háskóla Íslands..pdf726.8 kBLokaður til...26.05.2026HeildartextiPDF
Forsíða MA KÝF.pdf38.86 kBLokaður til...26.05.2026TitilsíðaPDF
image1 (1).JPG1.7 MBLokaðurYfirlýsingJPG