is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35996

Titill: 
  • Umfang, ábendingar og fylgikvillar gangráðsaðgerða á Landspítala
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gangráðsaðgerðir eru algengar á Íslandi sem og í öllum heiminum. Til eru margar rannsóknir sem hafa tekið saman algengustu fylgikvillana, og margar þjóðir eru með gagnagrunna sem halda utan þau gögn. Fylgikvillum eftir gangráðsígræðslur hefur verið lýst á Landspítala en tíðni þeirra hefur aldrei áður verið rannsökuð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni fylgikvilla og afleiðingar þeirra hjá einstaklingum sem fengu nýjan gangráð á Landspítala árin 2014-2016. Rannsóknin er afturskyggn gagnarannsókn og farið var yfir sjúkraskrár allra einstaklinga sem fengu gangráð á tímabilinu. Grunnupplýsingar, ásamt upplýsingum um fylgikvilla voru skráðar niður í gagnagrunn. Rannsóknin náði til 712 einstaklinga, 440 karla og 272 kvenna. Alls höfðu 82 (11.5%) einstaklingar fengið einhvern fylgikvilla, 39 (8.9%) karlar og 43 (15.8%) konur. Tíðni fylgikvilla var tölfræðilega marktækt hærri hjá konum en körlum (p=0.007). Algengasti fylgikvillinn á rannsóknartímabilinu var enduraðgerð vegna vandamála með leiðslu eða leiðslur, en alls þurftu 55 (7.7%) einstaklingar að fara í enduraðgerð. Tíðni leiðsluvandamála var hærri hjá konum heldur en körlum (p=0.03), og oftar var vandi með akkerisleiðslur miðað við skrúfleiðslur (p=0.006). Alvarlegir fylgikvillar voru sjaldgæfir. Til þess að bæta meðferð og draga úr líkum á fylgikvillum er mikilvægt að skrá niður upplýsingar um tíðni þeirra og afleiðingar.

  • Útdráttur er á ensku

    Pacemaker implantations are a common procedure in Iceland as in the rest of the world. Many have studied the most common complications, and many countries have nationwide pacemaker registries that contain these data. Complications after pacemaker implantations have been described at Landspítali, but their frequency is unknown. The aim of this study is to study the rate of complications and the consequences for individuals that had a new pacemaker implanted at Landspítali from January 1, 2014 until December 31, 2016. Patient charts of individuals that got a pacemaker implanted during the study period were reviewed in this retrospective study. Patient- and complication information were registered into a database. This study included 712 individuals, 440 men and 272 women. A total of 82 (11.5%) individuals experienced at least one complication, 39 (8.9%) men and 43 (15.8%) women. Women had a significantly higher complication rate than men (p=0.007). A total of 55 (7.7%) individuals needed a lead-related re-intervention, which was the most common complication during the study period. Lead-related re-interventions were more common among women (p=0.03) and leads with passive fixation were more likely to need revision compared to leads with active fixation (p=0.006). Severe complications were rare. It is important to document complication rates and their consequences to improve treatment and decrease the probability of complications.

Samþykkt: 
  • 9.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35996


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersverkefni-Birgir M.pdf805.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf289.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF