is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35997

Titill: 
  • Þunglyndiskvarði fyrir börn (Children's Depression Inventory): Kerfisbundið yfirlit á próffræðilegum eiginleikum íslenskrar útgáfu
  • Titill er á ensku Children's Depression Inventory: Systematic review of the psychometric properties in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þunglyndiskvarði fyrir börn (CDI) er notaður til skimunar á þunglyndiseinkennum barna og er í töluverðri notkun hérlendis. Markmið þessarar ritgerðar var að meta próffræðilega eiginleika kvarðans í íslensku úrtaki með kerfisbundnu yfirliti. Af 2.873 heimildum sem höfundar skimuðu stóðu 28 heimildir eftir um próffræðilega eiginleika CDI á Íslandi. Niðurstöður voru almennt svipaðar og erlendis. Eins og búast mátti við mældist meðaltal hærra í klínískum úrtökum en almennum og stúlkur skoruðu hærra en drengir. Innra samræmi heildartölu CDI var nokkuð hátt bæði í almennu og klínísku úrtaki. Samleitnisréttmæti kom vel út þar sem CDI var með háa fylgni við aðra þunglyndiskvarða en rannsóknir á aðgreiningaréttmæti voru ekki allar á sama máli þar sem fylgni CDI sýndi í sumum tilvikum háa fylgni við kvíðakvarða en í öðrum lága fylgni. Í einni rannsókn með innlagnarúrtaki úr BUGL kom í ljós að forspárréttmæti CDI var gott við alvarlega þunglyndisgreiningu DSM-IV en ekki við þunglyndisgreiningu ICD-10. Niðurstöður tveggja rannsókna á leitandi þáttagreiningu sýndu að atriði hlóðust á þrjá þætti en ekki fimm eins og niðurstöður í stöðlunarúrtaki bentu til. Þörf er á frekari rannsóknum á forspárréttmæti til dæmis á heilsugæslustöðvum og á göngudeildarúrtaki á BUGL. Mikilvægt er að kanna forspárréttmæti betur til að kanna notagildi til skimunar á börnum með þunglyndi. Einnig er þörf á frekari rannsóknum á staðfestandi þáttagreiningu og engar rannsóknir fundust á endurtektaráreiðanleika í íslensku úrtaki. Almennt virðast próffræðilegir eiginleikar CDI vera viðunandi miðað við sambærilega kvarða sem notaðir eru hérlendis. Helstu styrkleikar eru innra samræmi og hátt samleitnisréttmæti.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kerfisbundid_yfirlit_CDI_Gudrun_og_Linda_pdf.pdf486.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.jpg284.94 kBLokaðurYfirlýsingJPG