is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35998

Titill: 
  • Seinfærir foreldrar og staða þeirra með augum félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með auknum réttindum og vitundavakningu fatlaðs fólks eru seinfærir foreldrar farnir að fá frekari tækifæri í foreldrahlutverkinu. Voru fordómar í garð þeirra áður fyrr slíkir að oft fengu þeir ekki tækifæri til að reyna við foreldrahlutverk sitt og börn þeirra voru tekin af þeim áður en að veiting stuðnings kom til.
    Aðkoma félagsráðgjafa í starfi með þessum foreldrum er vel til fundinn þar sem skyldur og mannréttindasjónarmið stéttarinnar henta þörfum þessa hóps vel. Gætu þeir verið mikilvægir málsvarar fjölskyldunnar og sinnt og fundið út hvaða stuðningur hentar best í starfi með þeim. Benda rannsóknir á að þessi foreldrahópur er sá hópur sem býr við hvað mestu einangrun. Í ljósi aukinna lagalegra réttinda fatlaðra er þörfin fyrir stuðningi við þennan hóp meiri og að veittur sé réttur stuðningur.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35998


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Skemman.pdf960.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Kata.pdf243.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF