en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35999

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni tveggja tíu ára drengja
  • The Effect of Direct Instruction and Fluency Training on the Reading Skills of Two Ten Year Old Boys
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Stýrð kennsla Engelmanns (e. Direct Instruction) er raunprófuð aðferð sem hefur verið árangursrík til kennslu á ýmis konar færni svo sem lestri. Hún felur í sér vel skipulögð verkefni og notkun á handriti með skýrum fyrirmælum fyrir kennara. Fimiþjálfun (e. Precision Teaching) er kennslu- og matstæki sem oft er notað samhliða stýrðri kennslu. Helsta markmið fimiþjálfunar er að fá nemendur til að ná hámarksfærni í því námsefni sem verið er að læra. Táknstyrkjakerfi eru notuð til að ýta undir æskilega hegðun, stuðla að þægilegu lærdómsumhverfi og hvetja fólk áfram. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar ásamt táknstyrkjakerfis á lestrarfærni tveggja 10 ára drengja. Þátttakendur áttu það sameiginlegt að eiga í erfiðleikum með lestur og höfðu slaka lestrarkunnáttu miðað við aldur. Þeir voru þjálfaðir í hljóðun lágstafa íslenska stafrófsins auk tvíhljóðanna au, ei og ey. Niðurstöður fengust með mælingum sem voru notaðar til að meta frammistöðu þátttakenda og árangur kennslunnar. Báðir þátttakendur sýndu aukna færni í hljóðun lágstafa og lestri tveggja, þriggja og fjögurra stafa orða og orðleysa.

Accepted: 
  • Jun 10, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35999


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ahrif_styrdrar_kennslu_engelmanns_og_fimithjalfunar_a_lestrarfaerni_tveggja_tiu_ara_drengja.pdf761.8 kBLocked Until...2021/06/05Complete TextPDF
yfirlýsing.pdf146.09 kBLockedDeclaration of AccessPDF