is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36000

Titill: 
  • Getur öflun eða ráðstöfun fjármálagerninga á grundvelli ráðleggingar eða hvatningar talist innherjasvik jafnvel þótt viðkomandi búi ekki yfir innherjaupplýsingum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmiðið með þessari ritgerð er að varpa ljósi á það hvort að öflun eða ráðstöfun fjármálagerninga á grundvelli ráðleggingar eða hvatningar geti talist innherjasvik samkvæmt 3. mgr. 8. gr. Regulation (EU) Nr. 596/2014 of the European Parliament and of the Council of 16. apríl 2014 on market abuse (MAR), jafnvel þótt viðkomandi búi ekki yfir innherjaupplýsingum.
    Í 3. mgr. 8. gr. MAR, segir að ef móttakandi ráðleggingar eða hvatningar sem er á grundvelli innherjaupplýsinga, aflar eða ráðstafar fjármálagerningi gerist hann sekur um innherjasvik. Álitaefnið er tilkomið vegna nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur nr. S-444/2018 frá 15. febrúar 2019. Markmið ritgerðarinnar lýtur að því að leiða í ljós hvort að bannið við innherjasvikum nái til þeirra sem er ráðlagt á grundvelli innherjaupplýsinga. Eftir skoðun á fyrirliggjandi lögskýringargögnum og skrifum fræðimanna um málefnið, hefur höfundur þessarar ritgerðar komist að þeirri niðurstöðu að bannið við innherjasvikum samkvæmt MAR nái til þeirra sem ráðlagt er á grundvelli innherjaupplýsinga, samkvæmt 3. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar þrátt fyrir að viðkomandi móttakandi búi ekki yfir innherjaupplýsingum. Í ritgerðinni er þeirri spurningu velt upp hvort að reglugerðin gangi of langt varðandi bannið við innherjasvikum. Út frá markmiði bannsins við innherjasvikum er komist að þeirri niðurstöðu að með reglugerðinni sé verið að ganga töluvert lengra en áður hefur verið gert í innherjasvikamálum og verður þar um réttarbót að ræða að mati höfundar.

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpose of the work presented in this BA thesis is to debate whether the act of gathering or providing information on financial instruments, based on recommendations or inducement, could be defined as illegal insider dealing according to Paragraph 3 Article 8 of Regulation (EU) No. 596/2014 of the European Parliament and of the Council of 16 April 2014 on market abuse (MAR), even if the relevant person is not considered in possession of inside information. It is stated in the abovementioned Article of MAR that the act of acquiring or disposing of financial instruments due to the receipt of recommendations or inducement based on inside information, shall be considered illegal insider dealing. This particular legal issue has arisen following judgment no. S-444/2018 of the District Court of Reykjavík, dated 15 February 2019. The main purpose of the work presented in this thesis is to examine whether the ban on insider dealings includes persons that have received advice based on inside information. After careful review of available preparatory work and scholarly literature on the subject, the author concludes that the ban on insider dealings according to MAR does include persons who have been advised on the basis of inside information, according to Paragraph 3 Article 8 of MAR, even though the recipient of the advice does not possess inside information. The thesis also poses the question whether MAR is too extensive when it comes to the ban on insider dealings. Considering the purpose of the ban on insider dealings, the conclusion of this thesis is that the Regulation is more extensive than previous measures on insider dealings, and that this is a welcome improvement.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36000


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Getur öflun eða ráðstöfun fjármálagerninga á grundvelli ráðleggingar eða hvatningar talist innherjasvik jafnvel þótt viðkomandi búi ekki yfir innherjaupplýsingum?.pdf632.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna