is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36001

Titill: 
  • Aðgangur að Mannréttindadómstól Evrópu : skilyrði 34. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um þolanda réttindabrots athugað út frá hlýnun jarðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkvæmt orðanna hljóðan hefur mannréttindasáttmáli Evrópu ekki að geyma nein ákvæði sem skapa rétt til ákveðinna gæða umhverfis er telja má til mannréttinda, að minnsta kosti ekki almennan rétt. Á síðustu árum hefur Mannréttindadómstóll Evrópu þó gefið umhverfismálum ákveðið vægi, sérstaklega í sambandi við einstaklingsbundinn rétt einstaklinga til lífs samkvæmt 2. gr. sáttmálans, sem og til fjölskyldu, einkalífs og heimilis samkvæmt 8. gr. Þá hvíla ákveðnar jákvæðar skyldur á ríkjum í tengslum við þennan rétt einstaklinga til lífs, fjölskyldu, einkalífs og heimilis. Í þessu samhengi hefur Mannréttindadómstóllinn litið svo á að iðnaðarstarfsemi sé í eðli sínu hættuleg, og samhliða því lagt mikla áherslu á að aðildarríki setji reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli sem miða að því að takmarka þessa hættu, þá miðað við sérstaka eiginleika hverrar og einnar starfsemi, einkum með tilliti til mögulegrar hættu gagnvart lífi fólks. Svo hægt sé að tala um brot gegn jákvæðri skyldu þarf að sýna fram á að ríkið hafi vitað, eða átt að hafa vitað, af tilvist raunverulegrar yfirvofandi hættu, sem gæti stefnt lífi borgara eða borgaranna í hættu, og að hægt hefði verið að grípa til eðlilegra ráðstafana til þess að komast hjá eða reyna að komast hjá afleiðingum hættunnar. Tilgangur ritgerðarinnar er að kanna hvort einstaklingur geti talist þolandi réttindabrots samkvæmt 34. gr. sáttmálans, á grundvelli aðgerðar- eða aðgæsluleysis ríkja vegna hlýnunar jarðar. Helstu niðurstöður eru þær að dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins leiðir fram með skýrum hætti að kærur byggðar á lögspurningu teljast ekki meðferðarhæfar og ekki er mögulegt að hafa uppi mál fyrir hönd almennings. Aðilar þurfa að hafa ákveðin og náin tengsl við hið ætlaða réttindabrot og er hvorki vikið frá því skilyrði í umhverfismálum, né það rýmkað. Svo einstaklingur gæti talist þolandi aðgerðarleysis ríkis vegna hlýnunar jarðar þyrfti viðkomandi að geta sýnt fram á sérstaka og einstaklingsbundna hagsmuni af aðgerðum ríkisins.

  • Útdráttur er á ensku

    The European Convention on Human Rights (ECHR) does not procure the right of individuals to a certain quality of environment, interpreted in accordance with its ordinary meaning with regard to the terms of the convention. In recent years, the European Court of Human Rights (ECtHR) has given environmental matters particular weight, especially in relation to the individual right of persons under Article 2 of ECHR, as well as under Article 8. Certain positive obligations have been imposed upon Member States in deriving from these articles. ECtHR has considered industrial activities as inherently dangerous and emphasized the importance of suitable regulations or other administrative provisions aimed at limiting the risks of such activities, especially with regards to hazards possibly risking the life of individuals. In order to substantiate a violation of a positive obligation by a Member State, it must be shown that the Member State was aware, or should have been aware, of the existence of a real imminent threat, and that reasonable measures could have been taken to avoid, or possibly avoid, the consequences of said threat. The aim of this thesis was to examine whether an individual may be considered a victim under Article 34 of ECHR, on the basis of an action, or inaction, of a Member State due to global warming. The results show that it is not possible to bring a case before the ECtHR on behalf of the public. Applicants must have a specific and close link to the intended violation, and ECtHR does not deviate from this condition, nor expands it, with regards to environmental matters. In order for an individual, or individuals, to be considered a victim of inaction by a Member State due to climate change, the individual must demonstrate a special and individual interest of action by the Member State.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36001


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final_BA_ritgerÃ_OHK.pdf479.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna