Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36002
Markmið ritgerðarinnar er að bera gildandi bótareglur á sviði skaðabótaréttar og sakamálaréttarfars saman við ákvæði laga nr. 128/2019 um heimild til greiðslu bóta vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017. Með samanburðinum verður leitast við að svara því hvort að ákvæði laga nr. 128/2019 gangi lengra en gildandi réttur gerir ráð fyrir hvað varðar bótarétt hlutaðeigandi aðila í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Þá miðar ritgerðin einnig að því að skýra frá því með hvaða hætti eftirlifandi maka og börnum er tryggður bótaréttur í lögum nr. 128/2019. Í byrjun ritgerðarinnar er ákvæðum 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 5. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994 gerð greinargóð skil. Þá eru ákvæði 246. gr. laga nr. 88/2008 og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 gerð að umfjöllunarefni jafnframt sem vikið er að samspili þessara tveggja ákvæða. Þá verður einnig gerð grein fyrir reglum er gilda um aðilaskipti og erfðir bótakrafna. Framangreind ákvæði eru síðan borin saman við ákvæði 1. gr. laga nr. 128/2019. Niðurstöður samanburðarins sýna fram á að ákvæði laga nr. 128/2019 ganga lengra en gildandi réttur gerir ráð fyrir t.d. hvað varðar eigin sök tjónþola og atriða sem litið er til við ákvörðun fjárhæð bóta. Þá virðist sem að með lögunum sé jafnframt vikið frá meginreglunni um að aðeins hinn eiginlegi tjónþoli skuli fá tjón sitt bætt. Varðandi með hvaða hætti afkomendum þeirra sem látnir voru, er sýknudómur Hæstaréttar var kveðinn upp, er tryggður bótaréttur í lögum nr. 128/2019, er komist að þeirri niðurstöðu að með lögunum hafi verið gerð undantekning frá þeirri meginreglu um að aðeins hinn eiginlegi tjónþoli skuli fá tjón sitt bætt. Með lögunum hafi eftirlifandi makar og börn verið sett í þá stöðu sem hinir látnu hefðu verið í, hefðu þeir lifað. Loks er reynt að varpa skýrara ljósi á það álitamál um hvort að lög nr. 128/2019 hafi verið nauðsynleg. Niðurstöður sýna fram á að lögin hafi að öllum líkindum verið nauðsynleg til þess að tryggja að hlutaðeigandi einstaklingum yrðu greiddar bætur.
The aim of this thesis is to compare existing compensation rules in the Icelandic compensation law no. 50/1993 and criminal procedure law no. 88/2008 to law no. 128/2019 about permission to pay compensation due to the judgement of the Supreme Court in case no. 521/2017. The comparison seeks to answer whether the provisions of law no. 128/2019 exceed current rules regarding the individuals involved in the so-called Guðmundar- and Geirfinnur case entitlement to compensation. The thesis also aims to explain how surviving spouses and children are guaranteed compensation in law no. 128/2019. At the beginning of the thesis, the provisions of the Icelandic constitution no. 33/1944 and article 5. in Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms are explained. Then, article 246 in law no. 88/2008 and article 26 in compensation law no. 50/1993 are explained as well as how these two articles collaborate. Furthermore, rules about subrogation and how claims for compensation are inherit will be explained. The above-mentioned provisions are then compared with article 1 in law no. 128/2019. The results of the comparison show that the provisions of law no. 128/2019 exceed current law, for example in regards of the claimant’s own fault and factors that are taken to consideration when determining the amount of compensation fee. It also appears that the law deviates from the principle that only the actual claimant can have their compensation compensated. In regards to how the descendants of the deceased individuals are guaranteed right to compensation in law no. 128/2019 it is concluded that the law made an exception from the principle that only the actual claimant can be entitled to compensation. With the law, surviving spouses and children were put in the position that the deceased would have been in, had they lived. Finally an attempt is made, to shed more light on the issue of whether law no. 128/2019 is necessary. It is concluded that the law was necessary to ensure that the persons concerned would be compensated.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-RITGERÐ. ANNA SOFÍA-FINAL PDF.pdf | 908.09 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |